Dagatal: Fyrri viðburðir/skýrslur og skýrslur

  • Mogunheimsókn í Tæknideild lögreglunnar

    fimmtudagur, 10. október 2019 08:00-09:00

    Halló, halló   Á fimmtudagsmorgun förum við í okkar fyrstu heimsókn á starfsárinu en um er að ræða æsispennandi heimsókn í Tæknideild lögreglunnar.   Agnes Eide lögreglufulltrúi ætlar að taka á móti okkur og kynna starfsemi deildarinnar í húsakynnum þeirra í Vínlandsleið 2-4 (neðri hæð). ...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Ljós í myrkrinu

    fimmtudagur, 17. október 2019 07:45-08:45

    Ágætu félagar,   Með komandi skammdegi má heldur betur taka næsta fyrirlesara fagnandi en þá mun Örn Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur hjá VSB fjalla um lýsingu og tæknibreytingar í lýsingartækni.   Þriggja mínútna erindið verður í höndum Páls.    Sjáumst hress og kát

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Frumraun í ferðalagi

    fimmtudagur, 24. október 2019 16:00-21:00

    Næsta fimmtudag mætum við hjá GKG um kl 16:00. Við verðum að vera komin í Raufarhólshelli kl 17:00, þannig að það er mikilvægt að rútan geti farið um kl 16:15. Það styttir vinnuvikuna að fara aðeins fyrr úr vinnunni á fimmtudag, skella sér í náttúruskoðun og fræðast svo um starfsemi Ö...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Klúbbþing

    fimmtudagur, 31. október 2019 07:45-08:45

    Góðan daginn félagar,Á fimmtudaginn verður fyrsta klúbbþing starfsársins haldið. Það er ýmsilegt sem verður til umfjöllunar eins og samfélagverkefni, félagaþróun og skógræktarverkefni. Svo mun Knútur gjaldkeri okkar skemmta okkur með krassandi sögu úr reikningshaldi félagsins.Bara svo að það sé á hr...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Rauði kross Íslands

    fimmtudagur, 7. nóvember 2019 07:45-08:45

    Halló....Næsti fundur verður á vegum Alþjóðaþjónustunefndar en þá mun Elín Gränz kynna til leiks Kristínu S. Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða Kross Íslands. Kristín ætlar að segja okkur frá starfsemi Rauða Kross Íslands auk þess að vera með umfjöllun um móttöku erlendra flóttamanna.  ...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • NÚ er tækifæri

    fimmtudagur, 14. nóvember 2019 07:45-08:45

    Frábæru félagsmenn   Samfélagsþjónustunefnd ætlar NÚ heldur betur að bjóða okkur upp á spennandi erindi næsta fimmtudag.  Gísli Rúnar Guðmundsson, menntastjóri NÚ, mætir og mun kynna starfsemi skólans og hvernig er hægt með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum að veita nemendum frelsi t...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Kynning á Erninum

    fimmtudagur, 21. nóvember 2019 07:45-08:45

    Jæja gott fólk… allir orðnir spenntir að fá að vita hvað fundarefni fimmtudagsins verður? Flest okkar þekkja minningar- og styrktarsjóðinn Örninn en Rótarýklúbburinn Hof hefur einmitt styrkt verkefni hans. Á fimmtudaginn kemur upphafsmaður verkefnisins, Heiðrún Jensdóttir og kynnir starfið og hve...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • EURES - Evrópsk vinnumiðlun og staða útlendinga á vinnumarkaði

    fimmtudagur, 28. nóvember 2019 07:45-08:45

    Góðan og blessaðan daginn, Á fimmtudaginn fáum við góðan gest til okkar en þá mætir hún Þóra Ágústsdóttir deildarstjóri EURES - fyrirtækjaráðgjafar hjá Vinnumálastofnun.   Heiti erindis: "EURES - Evrópsk vinnumiðlun og staða útlendinga á vinnumarkaði".   Án efa mjög áhugavert erin...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Leiðandi hagvísi Analytica

    fimmtudagur, 5. desember 2019 07:45-08:45

    Eru ekki allir til í smá hagfræði á fimmtudaginn? Á svæðið mætir Yngvi Harðarson hagfræðinur og framkvæmdastjóri Analytica og fjallar um leiðandi hagvísi Analytica og þau skilaboð sem hann færir varðandi efnahagslífið næstu misseri. Í erindinu víkur Yngvi að reynslunni af hagvísinum undanfarin ár...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Heimsókn á Bessastaði

    fimmtudagur, 9. janúar 2020 07:45-08:45

    Gleðilegt 2020 frábæru félagar,   Við hefjum árið með stæl en fyrsti fundur ársins verður haldinn á Bessastöðum.  Forseti vor mun taka á móti okkur en eftir það mun Friðbjörn Möller fara um húsið og segja okkur frá því.  Kaffi og kleinur í boði fyrir þá sem ekki eru í aðhaldi.   Nú er um að...

    Bessastaðir
  • Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi

    fimmtudagur, 16. janúar 2020 07:45-08:45

    Jæja kæru félagar – þá er komið að næsta fundi sem er ekki af verri endanum.   Gestur okkar 16. janúar verður Sigríður Snævarr sendiherra. Hún hefur viðamikla reynslu sem sendiherra, hóf störf í utanríkisþjónustunni 1978 en var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna, 1991 þegar hún v...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Afríkuferð Ólafar

    fimmtudagur, 23. janúar 2020 07:45-08:45

    Kósý fimmtudagsmorgun framundan     Á næsta fundi ferðumst við “í huganum” á heitari slóðir.  Ólöf félagi okkar mun fræða okkur um þriggja mánaða dvöl sína í Afríku en hún kom tilbaka í desember sl.   Sjáumst súper dúper hress

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Alþjóðlegir friðarstyrkir Rótarý

    fimmtudagur, 30. janúar 2020 07:45-08:45

    Góðan daginn gott fólk,   Næsta fimmtudag mætir Helga Bára Bragadóttir til okkar og segir frá reynslu sinni sem styrkþegi hjá Rotary Foundation.   Þriggja mínútna erindið verður í höndum Hrafnhildar.   Nú er bara um að gera að láta ekki smá leiðindaveður stoppa sig heldur henda ...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Lífsreynsla hjartaþega

    fimmtudagur, 6. febrúar 2020 07:45-08:45

    Góðir félagar, Næsta fimmtudag mun Kjartan Birgisson, hjartaþegi koma og fjalla um þá reynslu.  Kjartan fæddist með hjartagalla og hefur lífið litast af því alla tíð.    Sannarlega áhugavert kæru félagar.   Sjáumst á fimmtudagsmorgun með bros í hjarta.

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Með hjartað á réttum stað

    fimmtudagur, 13. febrúar 2020 07:45-08:45

    Hjartans félagar❤️ Erindi næsta fundar ber heitið með ,,Hjartað á réttum stað” en þar mun Gréta María Grétarsdóttir, verkfræðingur frá HÍ og framkvæmdastjóri Krónunnar, fjalla um breytingar sem hafa orðið í umhverfi matvöruverslana og áskoranir sem þeim fylgja. Gréta mun einnig fjalla um nálgun s...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Rótarýdagurinn

    sunnudagur, 1. mars 2020 11:00-13:00

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • „Undur íslenskrar náttúru „og „Áróra- Norðurljósasýning“

    fimmtudagur, 5. mars 2020 16:30-17:30

    Nú styttist í næsta hitting?? Fimmtudagsfundurinn 5. mars er á vegum skemmtinefndar en þá munum við hittast í Perlunni og fara á sýninguna „Undur íslenskrar náttúru „og „Áróra- Norðurljósasýning“. Steffi tekur á móti okkur og fræðir okkur fyrst um safnið og gerð þess áður en við göngum á vit íslens...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Spennandi fjarfundur

    fimmtudagur, 16. apríl 2020 08:00-09:00

    Þá er komið að því .... fyrsti fjarfundurinn    Dr. Hannes Ottósson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands ætlar að halda fyrir okkur erindi á fimmtudaginn 16/04 kl. 8:00   Hannes kemur til með að fjalla um mikilvægi nýsköpunar ekki síst á umbrotatímum eins og þeim sem við erum að ganga í gegnum þe...

    Í sófanum heima
  • Fjarfundur með útvarpsstjóra

    fimmtudagur, 30. apríl 2020 08:00-09:00

    Fjarfundafélagar góðir, Þá fer að líða að næsta fjarfundi en að þessu sinni mun Stefán Eiríksson útvarpsstjóri birtast á skjánum. Hvort hann mun fræða okkur um framtíð og stefnu RÚV eða hvísla að okkur hvort Daði verði framlag okkar að ári er á huldu .... en eitt er víst félagi góður að þú ver...

    Heima í stofu
  • Háskólinn á Bifröst

    fimmtudagur, 7. maí 2020 07:45-08:45

    Bara rétt að minna ykkur á .... við eigum stefnumót í fyrramálið Vilhjálmur Egilsson mætir á skjáinn í fyrramálið kl 8:00 Hann mun fjalla um Háskólann á Bifröst en skólinn er í fararbroddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla og sérstaða skólans kom vel í ljós þegar stöðva þurfti hefðbundið skó...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu - þróun og útflutningur þekkingar

    fimmtudagur, 14. maí 2020 08:00-09:00

    Nú er það heitt Næsti fundur getur ekki orðið annað en funheitur en þá mætir Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur til leiks. Hann er verkefnisstjóri og viðskiptastjóri á Jarðvarmasviði Verkís og mun fjalla um hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu - þróun og útflutningur þekkingar. Heitt kaffi og ...

    Heima í stofu
  • Stjórnarskipti

    fimmtudagur, 28. maí 2020 07:45-08:45

    Jæja félagar - það er komið að raunhittingi, Fimmtudaginn 28. maí kl 7:45 er mæting í GKG en þá verða stjórnarskipti og svo mun Knútur rúlla yfir ársreikninginn. Félagar hafa svo tækifæri til að ræða málin. ... og muna svo að skrá sig á húllumhæið okkar þann 4. júní Sjáumst hress í næstu viku

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Fyrsti fundur haustsins

    fimmtudagur, 27. ágúst 2020 07:45-08:45

    Kæru félagar   Ég minni á okkar fyrsta fund sem haldinn verður í fyrramálið í GKG á hefðbundnum tíma.  Dagskráin verður hefðbundin fyrir fyrsta fund, farið yfir störf vetrarins, nefndir, vef o.fl. og ekki síst spjall eftir langan aðskilnað. Við munum gæta að sóttvörnum eins og kostur er. Færa bo...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Klókur klúbbfundur

    fimmtudagur, 3. september 2020 07:45-08:45

    Kæru félagar þá er komið að klókum klúbbfundi þar sem við ætlum að eiga góða og praktíska stund saman ápersónulegu nótunum.   Nýjar nefndir munu kynnast betur og fá rými til ráðabruggs og útfærslu á starfinu þeirra framundan, því er afar mikilvægt að nefndarformenn komi sterkir inn á fundinn.  Forse...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York

    fimmtudagur, 10. september 2020 07:45-08:45

    Kæru félagar,Næstkomandi fimmtudag kemur til okkur ungur og áhugaverður einstaklingur sem upplýsir okkur um hvernig reynsla það er að að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York.   Ungi maðurinn heitir Þorvarður Pálsson og er búsettur í Hollandi en er akkurat staddur á eyjunni fögru um þessar mund...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Loftlagsváin framundan með stóru L-i

    fimmtudagur, 17. september 2020 07:45-08:45

    Á næsta fundi munum við horfa til himins þar sem Sævar Helgi Bragason jarðafræðingur og vísindamaður, oft nefndur „stjörnu  Sævar, ræðir við okkur um loftlagsvánna með áhugaverðum hætti.  Sævar hefur skrifað fjölda bóka og verið áberandi í fjölmiðlum í umræðum um umhverfismál og kennt geimvísindi í...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Soffía segir sögur

    fimmtudagur, 24. september 2020 07:45-08:45

    Soffía Gísladóttir umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi mun heiðra okkur með nærveru sinni næsta fimmtudag og fara yfir áherslur sínar á tímabilinu ásamt því að taka spjall við klúbbinn. Hún mun jafnframt ræða Rótarý hérlendis sem erlendis og luma á einhverjum áhugaverðum molum.

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Hvernig finnum við "týndu börnin" á Íslandi?

    fimmtudagur, 1. október 2020 07:45-08:45

    Kæru félagar, Á næsta fundi mun hann Guðmundur Fylkison lögreglumaður segja frá reynslu sinni í að leita að hinum „týndu börnum“. Hann er löngu orðin landsþekktur fyrir nálgun sínu á þennan málaflokk og öðrum til fyrirmyndar. Hann var m.a. kosin Hafnfirðingur ársins 2018 vegna framlags síns v...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Ný aðferðafræði við lestrarkennslu

    fimmtudagur, 8. október 2020 07:45-08:45

    Á næsta fundi fáum við að kynnast nýrri kennsluaðferð við lestrarnám sem verið er að innleiða í Urriðaholtsskóla. Mikil gagnrýni hefur verið á undanförnum árum á hvernig lesfærni drengja hefur verið að þróast á Íslandi og því verður áhugavert að heyra af nýrri nálgun á lestrarþjálfun barna. Um er ...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Fjarvinna, áskoranir og tækifæri

    fimmtudagur, 15. október 2020 07:45-08:45

    Á næsta fundi mun hún Sóley Kristjánsdóttir vera með okkur á skjánum og ræða um hver reynslan af fjarvinnu hefur verið hjá Íslenskum fyrirtækjum, hverjar eru áskoranirnar og tækifærin.  Sóley er viðskiptastjóri hjá Gallup og því með puttan á púlsinum varðandi þessi mál en hún er jafnframt markþjálf...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Spennandi starfsemi Coripharma

    fimmtudagur, 22. október 2020 07:45-08:45

    Kæru félagar, Coripharma er eitt af þessum spennandi Íslensku fyrirtækjum sem hafa vaxið og dafnað á síðustu árum og hefur m.a. stækkað í gegnum breytingar á lyfjamarkaði. Bjarni K. Thorvarðarson stjórnarformaður félagsins ætlar að segja okkur frá starfsemi þess og því ferðalagi sem það hefur...

    Streymisfundur
  • Þróun skógræktar á Íslandi

    fimmtudagur, 29. október 2020 07:45-08:45

    Á næsta steymisfundi Hofs mun hann Björgvin Örn Eggertsson, skógarverkfræðingur, kennari og fyrirlesari vera með áhugavert erindi um skógrækt á Íslandi.  Björgvin er búin að hrærast í skógræktarheiminum í langan tíma, setið í stjórn skógræktarfélaga, kennt við Landbúnaðarháskólan og verið fenginn í...

    Streymisfundur
  • Ný útilífsmiðstöð í Heiðmörk

    fimmtudagur, 5. nóvember 2020 07:45-08:45

    Á næsta fimmtudag verður hann Björn Hilmarsson, tölvunarfræðingur og skáti með kynningu á nýrri útilífsmiðstöð Skáta í Heiðmörk sem er vegum skátafélagsins Vífils í Garðabæ.  Björn er eigandi fyrirtækisins Ferlis sem sér um m.a. um gagnadreifingu fyrir þjóðskrá.  Fundurinn er í boði alþjóðaþjónustu...

    Streymisfundur
  • Svefnbyltingin - lykill að góðri heilsu

    fimmtudagur, 12. nóvember 2020 07:45-08:45

    Á næsta fundi mun hún Erna Sif Arnardóttir lektor í HR og forstöðumaður Svefnseturs ræða við okkur um svefnbyltinguna framundan sem er lykilinn að góðri heilsu. Það mun enginn sofna á þessari kynningu enda ótrúlega spennandi verkefni sem Erna er að stýra og hlaut það hálfra milljarða króna styrk f...

    Streymisfundur
  • Stafrænt kynferðis ofbeldi með augum Instagram

    fimmtudagur, 19. nóvember 2020 07:45-08:45

    Á næsta fundi teflir ungmenna þjónustunefnd fram Sólborgu Guðmundsdóttur sem hefur beitt sér gegn stafrænu ofbeldi/og kynferðisofbeldi með síðunni sinni Fávitar á Instagram. Sólborg er 23 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi en hún stefnir á útgáfu bókarinnar Fávitar með aðstoð Karolina Fund ....

    Streymisfundur
  • Nýsköpunar fyrirtækið Pure North

    fimmtudagur, 26. nóvember 2020 07:45-08:45

    Á næstu fundi mun Garðbæingurinn Áslaug Hulda Jónsdóttir sem jafnframt er formaður bæjarráðs kynna nýsköpunarfyrirtækið Pure North Recycling sem endurvinnur plast með jarðvarma sem orkugjafa. Fundurinn er í boði Starfsþjónustunefndar sem í eru þau Þorgerður, Hrafnhildur, Kristinn, Sólveig og Örn e...

    Streymisfundur á Zoom
  • Jólafundur Hofs

    fimmtudagur, 10. desember 2020 20:00-22:00

    Leynilegur og skemmtulegur Jólafundur verður haldinn á fimmtudaginn kl 20:00 um kvöld og því fellur niður hefðbundinn morgunnfundur. Við ætlum að "hittast" á vefnum og eiga notalega jólastund, kveikja kannski á kerti, setja upp jólaslaufuna og eða húfuna. Á miðvikudaginn verður keyrður út smá jólagl...

    Í jólastreymi
  • Innflutningur og dreifing á Covid bóluefni

    fimmtudagur, 7. janúar 2021 07:45-08:45

    Gleðilegt nýtt ár kæru félagar í Hofi. Á fyrsta fundi ársins fáum við sjóðandi heitan gest frá ónefndu fyrirtæki í Garðabæ sem færði okkur fyrsta bóluefnið gegn Covid-19, með blóði, svita og tárum en Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica leiðir okkur í allan sannleikan um vinnuna við að n...

    Streymisfundur
  • Staðan í Bandarískum stjórnmálum

    fimmtudagur, 14. janúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fundi mun Silja Bára Ómarsdóttir, Prófessor í alþjóða stjórnálum við Háskóla Íslands segja okkur frá eldfimri stöðu í Bandarískum stjórnmálum. Gullveig Sæmundardóttir, félagi okkar, verður með þriggja mínutna erindið.  Samkomutakmarkanir eru 20 manns og því munum við streyma fundinum sem end...

    Streymisfundur
  • Lífsgæði í leik og starfi

    fimmtudagur, 21. janúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fundi verður aðal fyrirlesari dagsins úr okkar eigin röðum en félagi okkar Sigríður Hulda Jónsdóttir ætlar að fræða okkur um lífsgæði í leik og starfi.  Efnið sem hún fer yfir byggir á rannsóknum úr sál- og lýðheilsufræðum þar sem farið er í gegnum lykilþætti sem hafa áhrif á vellíðan og ár...

    Streymisfundur á Zoom
  • Innri streita á Covit-19 tímum - hver eru einkennin?

    fimmtudagur, 28. janúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fimmtudagsfundi verður hún Sigurbjörg Sara Bergsdóttir gestur okkar og mun fjalla um innri streitu á Covid19 - tímum og hvernig við getum verið betur vakandi fyrir einkennum. Sigurbjörg vinnur sem ráðgjafi hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð þar sem hún hefur komið að ýmsu er varðar ...

    Streymisfundur í gegnum Zoom
  • Um hvað snýst samfélagsábyrgð og sjálfbærni

    fimmtudagur, 4. febrúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fundi fáum við til okkar Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra FESTU – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni með það markmið að auka meðvitund okkar í þessum málaflokki. Hrund hefur víðtæka ráðgjafa- og stjórnunarreynslu bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi og hefur setið í fjölm...

    Streymi í gegnum Zoom
  • Hvernig lýsir siðblinda sér?

    fimmtudagur, 11. febrúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fimmtudagsfundi mun Nanna Briem geðlæknir og forstöðumaður geðsviðs Landspítalans fræða okkur um ansi merkilegt viðfangsefni sálfræðinnar sem er siðblinda. Hugtak sem við öll höfum heyrt en þekkjum lítið til. Helga Guðný félagi okkur mun svo gleðja okkur með þriggja mínutna erindi en funduri...

    Streymisfundur
  • Spænska veikin í máli og myndum

    fimmtudagur, 18. febrúar 2021 07:45-08:45

    Á næsta fimmtudag, 18. febrúar, verður tímamótafundur hjá okkur í Hofi þar sem boðið verður upp á blandaða leið til þátttöku eftir tæpt ár í netheimum. Fyrstu 19 sem skrá sig hér að neðan eiga heimagengt upp í GKG en tuttuguasta plássið er frátekið fyrir fyrirlesararann. Restin hefur svo val um áfra...

    Golfskáli GKG og í streymi
  • Ferð á Geysir

    föstudagur, 5. mars 2021 18:00 - laugardagur, 6. mars 2021 14:00

    Ferð á vegum skemmtinefndar á hótel Geysir með mökum

    Hótel Geysir
  • Hvað geta sendiherrar gert?

    fimmtudagur, 11. mars 2021 07:45-08:45

    Eftir vel heppnaða samverustund félagsmanna á Suðurlandi nú um helgina þá tekur við langþráður rótarýfundur upp í GKG næsta fimmtudag. Gestur okkur verður Berglind Ásgeirsdóttir sem var síðasti sendiherra Íslands í Rússlandi og mun hún m.a. fjalla um reynslu sína sem kona rússneskum karlaheimi e...

    Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Glóðvolgar fréttir af óróasvæðinu

    fimmtudagur, 18. mars 2021 07:45-08:45

    Næsti fundur verður sjóðandi heitur en aðal fyrirlesari er Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur sem mun færa okkur glóðvolgar fréttir af óróasvæðinu á Reykjanesi. Hann mun jafnframt fræða okkur um hin ýmsu jarðlög og merkar rannsóknir sem hann hefur unnið að. Freystinn er deildarforseti jarðví...

    Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Klúbbfundur

    fimmtudagur, 25. mars 2021 18:30-20:30

    Klúbbfundur Rótarý Hofs að kvöldi til þar sem við munum snæða saman á meðan við leggjum línur klúbbsins í ýmsum málum ásamt því að hafa gaman. Fundurinn hefst kl 18:30 og mikilvægt er að fá skráningu á fundinn á Facebook síðu klúbbsins þar sem kokkurinn þarf að áætla fjölda í mat. Hlökkum mikið til ...

    Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
  • Betri framtíð fyrir næstu kynslóðir í þróunarlöndunum

    fimmtudagur, 8. apríl 2021 07:45-08:45

    Á næsta ZOOM fjarfundi verður áhersla á alþjóðleg mannúðarmál hjá stjúpfeðginum sem eru að flytja búferlum til Afríku á haustmánuðum til að sinna þessum mikilvæga málaflokki. Þau munu fjalla um verkefni fortíðar, nútíðar og framtíðar í tengslum við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Vigdís Grace (15 á...

    Zoom fjarfundur
  • Starfsgreinaerindi verðandi klúbbfélaga

    fimmtudagur, 15. apríl 2021 07:45-08:45

    Á næsta fundi fáum við skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundinni dagskrá en einn af okkar verðandi félögum, Edda Heiðrún Geirsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs og fjárfestingatengsla hjá Össuri verður með starfsgreinaerindi. Þar segir Edda okkur aðeins frá sjálfri sér, rekur ferilinn og segir ...

    Streymisfundur á ZOOM
Sýna 51 - 100 af 166 166