Innflutningur og dreifing á Covid bóluefni

fimmtudagur, 7. janúar 2021 07:45-08:45, Streymisfundur
Gleðilegt nýtt ár kæru félagar í Hofi. Á fyrsta fundi ársins fáum við sjóðandi heitan gest frá ónefndu fyrirtæki í Garðabæ sem færði okkur fyrsta bóluefnið gegn Covid-19, með blóði, svita og tárum en Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica leiðir okkur í allan sannleikan um vinnuna við að ná efninu til landsins. Þriggja mínutna erindið er svo í höndum okkar eina sanna Gísla Ívars sem ætlar að ræða við okkur um þakklæti á því ári sem er að líða. Fundurinn verður rafrænn og zoom hlekkur sendur á félagsmenn í tölvupósti fyrir fundinn auk þess sem hann verður aðgengilegur inn á fésbókarsíðu Hofs. Við hvetjum fólk til að bjóða vinum með á fundinn og vonandi styttist svo í að við getum hist í holdinu þegar líður á mánuðinn. Þessi fundur er í boði félagsþróunarnefndar sem í eru Helga Guðný, Margrét Ásgeirs og Gísla Ívars.
Hlökkum til að sjá ykkur á skjánum
Kveðja Stjórnin.