Klókur klúbbfundur

fimmtudagur, 3. september 2020 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Kæru félagar þá er komið að klókum klúbbfundi þar sem við ætlum að eiga góða og praktíska stund saman á
persónulegu nótunum.   Nýjar nefndir munu kynnast betur og fá rými til ráðabruggs og útfærslu á starfinu þeirra framundan, því er afar mikilvægt að nefndarformenn komi sterkir inn á fundinn.  Forseti og ritari munu jafnframt segja stuttlega frá fræðslumóti Rótary sem haldið var 29. ágúst síðastliðinn en þar bar ýmislegt áhugavert að góma.

Sóttvarnir munu að sjálfsögðu skipa stóran sess á fundinum með aðgangi að spritti, hópaskiptum borðum,  sérhnífapörum og servíettum sem skulu notast þegar á t.d. að fá sér kaffi og meðlæti. 
Hlökkum til að sjá ykkur kæru félagar.