Ný aðferðafræði við lestrarkennslu

fimmtudagur, 8. október 2020 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Á næsta fundi fáum við að kynnast nýrri kennsluaðferð við lestrarnám sem verið er að innleiða í Urriðaholtsskóla. Mikil gagnrýni hefur verið á undanförnum árum á hvernig lesfærni drengja hefur verið að þróast á Íslandi og því verður áhugavert að heyra af nýrri nálgun á lestrarþjálfun barna. Um er að ræða raunprófaða aðferð við kennslu, fimi og þjálfun sem hefur verið töluvert rannsökuð erlendis en lítið notuð hérlendis. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir sérkennslustjóri við Urriðaholtsskóla mun leiða okkur í sannleikann um þetta brýna mál og mun hún nýta sér fjarfundarformið. Félagi okkar hann Kristinn Þorsteinsson sem er einn af mörgum skólastjórum innan klúbbsins mun gleðja okkur með þriggja mínutna erindi.
Ef þetta verður ekki áhugavert þá veit ég ekki hvað.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórnin.