Þá er komið að því .... fyrsti fjarfundurinn
Dr. Hannes Ottósson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands ætlar að halda fyrir okkur erindi á fimmtudaginn 16/04 kl. 8:00
Hannes kemur til með að fjalla um mikilvægi nýsköpunar ekki síst á umbrotatímum eins og þeim sem við erum að ganga í gegnum þessa dagana.
Hann sendir út boð á fundinn í tölvupósti á alla klúbbfélaga, það eina sem við þurfum að gera er að tengjast í gegnum link sem við fáum í pósti.
MUNA... hafa slökkt á hljóðnemanum (nema við viljum skjóta einhverju inn í umræðuna eða spyrja út í efnið)....allir geta verið í mynd en alls ekki nauðsynlegt.
Nú er bara að stilla klukkuna, ná sér í nýlagað kaffi, opna tölvuna og koma sér þægilega fyrir.... við getum þetta félagar