Lífsgæði í leik og starfi

fimmtudagur, 21. janúar 2021 07:45-08:45, Streymisfundur á Zoom

Á næsta fundi verður aðal fyrirlesari dagsins úr okkar eigin röðum en félagi okkar Sigríður Hulda Jónsdóttir ætlar að fræða okkur um lífsgæði í leik og starfi.  Efnið sem hún fer yfir byggir á rannsóknum úr sál- og lýðheilsufræðum þar sem farið er í gegnum lykilþætti sem hafa áhrif á vellíðan og árangur. Einnig er fjallað um svokölluð ,,Blue-Zone" svæði þar sem langlífi og góð heilsa fram á síðasta dag er áberandi.  Sigríður Hulda er eigandi SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði. Sigríður er með MA gráðu í  náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi, allt frá Háskóla Íslands.  Þriggja mínutna erindið er í höndum félaga okkar Jónu Sæmundsdóttur en fundurinn sjálfur er í boði Samfélagsþjónustunefndar sem í eru Pálmi, Jóna, Sigríður Hulda, Sigrún og Þyri.

Hlökkum til að sjá ykkur á skjánum.

Kveðja

Stjórnin