Coripharma er eitt af þessum spennandi Íslensku fyrirtækjum sem hafa vaxið og dafnað á síðustu árum og hefur m.a. stækkað í gegnum breytingar á lyfjamarkaði. Bjarni K. Thorvarðarson stjórnarformaður félagsins ætlar að segja okkur frá starfsemi þess og því ferðalagi sem það hefur verið á. Þriggja mínútna erindið er í höndum félaga okkar Guðmundu Dagmar og ferðanefndarinnar sem í eru auk hennar þau Börkur, Guðrún Dóra, Hanna Þóra og Hildur Sólveig. Hlökkum til að sjá ykkur í áframhaldandi streymi.