Það verður að segjast að mér líður dálítið eins og stjórnarformanninum sem að skrifaði bréf til sjálfs síns, póstlagði, dreif sig heim, tók á móti bréfinu, opnaði það og uppgötvaði að stjórn fyrirtækisins hafði ráðið hann sem forstjóra. Baggalútur lýsti svona atburði fyrir mörgum árum eins og þeim ... Það verður að segjast að mér líður dálítið eins og stjórnarformanninum sem að skrifaði bréf til sjálfs síns, póstlagði, dreif sig heim, tók á móti bréfinu, opnaði það og uppgötvaði að stjórn fyrirtækisins hafði ráðið hann sem forstjóra. Baggalútur lýsti svona atburði fyrir mörgum árum eins og þeim var einum lagið. Fundurinn var undir stjórn Stellu og byrjaði hún á sögumolum. Að þessu sinni var það Edison, Parton og Joplin. Ólöf tók við eftir það og sagði frá Þýska njósnaranum sem tók land á Langanesi, endaði á bæ í Finnafirði og vann það sem eftir var seinni heimsstyrjaldarinnar sem gagnnjósnari fyrir bandamenn. Sveitabærinn við Finnafjörðinn tengist Ólöfu. Mamma hennar var barn á bænum á þessum tíma og sá til mannsins þegar hann kom til bæjarins. Mjög merkileg saga og falleg. Saga sem gefur von á óvissu tímum. Aðal erindi dagsins var starfsgreinaerindi ritara. Það er hérna sem að kjánahrollurinn nær hámarki, að skrifa um sitt eigið erindi. Ritari kynnti sig, menntaslóðann sem hann gekk og fór yfir hvað vinnan hefur gengið út á síðustu 22 ár. Þróunin í fjarskiptum er gríðarleg, mikil fjárfestingarþörf og verð fyrir þjónustu fara lækkandi sem gerir miklar kröfur til hagræðingar og reksturs. Samfélagið kallar eftir að vera sítengt. Tæknilega stöndum við vel að vígi en eigum enn eftir að “mastera” hvað það þýðir að vera sítengdur. Stefnan í fjarskiptum er frekari fjárfestingar og stuðningur við þá sjálfvirknivæðingu sem nútímaþjóðfélag siglir í. Ritari þakkar, auðmjúkur fyrir, hljóð og athygli og vonar að þetta hafi verið gagnlegt og fræðandi.
Fundurinn 12. janúar var með hefðbundnu sniði. Fundurinn byrjaði á sögumolum þar sem farið farið yfir allt frá hamförum og morðum yfir í fæðingu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Eftir það tók Engilbert við með þriggja mínútna erindi. Hann hvatti okkur til að prófa eitthvað nýtt, breyta til og ö ... Fundurinn 12. janúar var með hefðbundnu sniði. Fundurinn byrjaði á sögumolum þar sem farið farið yfir allt frá hamförum og morðum yfir í fæðingu fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Eftir það tók Engilbert við með þriggja mínútna erindi. Hann hvatti okkur til að prófa eitthvað nýtt, breyta til og ögra okkur sjálfum. Nefndi hann nokkur dæmi máli sínu til stuðnings eins og t.d tónleikaferðir, uppsetning á leikritum og að brjóta upp hefðir og vana. Frábært erindi sem hitti í mark. Aðal fyrirlesari að þessu sinni var Árni Árnason, höfundur bókarinnar “Ingólfur Arnarson, arfleifð hans og íslandssagan í nýju ljósi”. Árni rakti söguna um landnám Ingólfs Arnarsonar í nýrri útgáfu og kom með mjög haldbær rök. Árni vill meina að landnámsbær Ingólfs hafi verið í Laugarnesi en ekki Vík eins haldið hefur verið fram um örófi alda. Árni vitnaði í Íslendingabók og benti á ósamræmi á milli mismunandi útgáfa af Landnámu. Ritara var hugsað til þeirrar staðhæfingar að sigurvegarinn ritar söguna. Það á vel við í þessu tilfelli því að Sturlungar koma mikið við sögu í sögumótun um landnámið. Getur það verið að nafnið Ísland þýði í raun Jesúland og komi úr Gelísku? Mjög áhugavert og skemmtilegt erindi.
Á þessari síðu finnur þú algengar spurningar og svör um Polaris. Það er skipt í efn...
Fundurinn 12. janúar var með hefðbundnu sniði. Fundurinn byrjaði á sögumolum þar se...