Glóðvolgar fréttir af óróasvæðinu

fimmtudagur, 18. mars 2021 07:45-08:45, Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Næsti fundur verður sjóðandi heitur en aðal fyrirlesari er Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur sem mun færa okkur glóðvolgar fréttir af óróasvæðinu á Reykjanesi. Hann mun jafnframt fræða okkur um hin ýmsu jarðlög og merkar rannsóknir sem hann hefur unnið að. Freystinn er deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslenda en hér að neðan má sjá nánari deili á hans ferli. Sigrún Lína, félagi okkar, mun sjá um þriggja mínutna erindið en fundurinn er í boði samfélagsþjónustunefndar sem í eru Jóna, Sigríður Hulda, Pálmi, Sigrún Lína og Þyrí. Við ætlum að hittast hress og kát upp í GKG og njóta þess að eiga stund saman.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin.