Á næsta steymisfundi Hofs mun hann Björgvin Örn Eggertsson, skógarverkfræðingur, kennari og fyrirlesari vera með áhugavert erindi um skógrækt á Íslandi. Björgvin er búin að hrærast í skógræktarheiminum í langan tíma, setið í stjórn skógræktarfélaga, kennt við Landbúnaðarháskólan og verið fenginn í ráðgjafastörf hist og hér vegna sérþekkingar sinnar. Fundurinn verður afar fróðlegur og hlökkum við til að sjá ykkur í streyminu.
Stjórnin
Tilefni er jafnframt til að ítreka skilaboð skemmtinefndar um frestun á fyrirhugaðri haustferð á Hótel Geysir vegna samkomutakmarkana en Guðmunda félagi okkar sendi þessi skilaboð á Fésbókarsíðu Hofs.
Kæru Rótarýfélagar,
Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta fyrirhugaðri ferð okkar á Hótel Geysi þann 30. október næstkomandi fram til byrjun næsta árs. Ferðanefndin vinnur nú að því að finna nýja dagsetningu sem verður auglýst innan skamms. Ljósið í myrkrinu er að jólafundur er fyrirhugaður í byrjun des en nefndin hefur fengið leyfi til að flýta honum til 26. nóvember. Vonandi verður það versta yfirstaðið þá og við getum hist og átt skemmtilegt kvöld saman. Endilega takið frá fimmtudagskvöldið 26.nóvember en þessi jólafundur verður á nokkuð óhefðbundnum stað með heimilislegri og notalegri stemningu.
Nánar um það síðar.
Skemmti- og ferðanefnd,
Guðmunda Dagmar, Hildur Sólveig, Hanna Þóra, Guðrún og Börkur.