Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi

fimmtudagur, 16. janúar 2020 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ

Jæja kæru félagar – þá er komið að næsta fundi sem er ekki af verri endanum.

 

Gestur okkar 16. janúar verður Sigríður Snævarr sendiherra. Hún hefur viðamikla reynslu sem sendiherra, hóf störf í utanríkisþjónustunni 1978 en var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna, 1991 þegar hún varð sendiherra Íslands í Svíþjóð. 

 

Erindi hennar ber heitið Utanríkisþjónusta til framtíðar: Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi. Efnið tengist verkefni sem hún stjórnar og vinnur að með öðrum í ráðuneytinu en hún mun fara víðar enda af nógu að taka.

 

Henni finnst gaman að fá spurningar þannig að nú er um að gera kæru félagar að MÆTA og KÆTA J