Heimsókn á Bessastaði

fimmtudagur, 9. janúar 2020 07:45-08:45, Bessastaðir

Gleðilegt 2020 frábæru félagar,

 

Við hefjum árið með stæl en fyrsti fundur ársins verður haldinn á Bessastöðum.  Forseti vor mun taka á móti okkur en eftir það mun Friðbjörn Möller fara um húsið og segja okkur frá því.  Kaffi og kleinur í boði fyrir þá sem ekki eru í aðhaldi.

 

Nú er um að gera að taka með gest og/eða maka. Endilega að láta vita með mætingu svo hægt sé að láta staðahaldara vita hvað von er á mörgum.   

 

Svo er bara um að gera að vera ekki að gaufast frameftir á miðvikudagskvöldinu  … fara snemma í háttinn og mæta galvösk 9. janúar stundvíslega kl 7:45.

 

Ekkert snús í boði …. Sjáumst á Bessastöðum