Stafrænt kynferðis ofbeldi með augum Instagram

fimmtudagur, 19. nóvember 2020 07:45-08:45, Streymisfundur
Á næsta fundi teflir ungmenna þjónustunefnd fram Sólborgu Guðmundsdóttur sem hefur beitt sér gegn stafrænu ofbeldi/og kynferðisofbeldi með síðunni sinni Fávitar á Instagram. Sólborg er 23 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi en hún stefnir á útgáfu bókarinnar Fávitar með aðstoð Karolina Fund . Þetta efni er án efa ögrandi fyrir okkar góða hóp í Hofi en engu að síður mikilvægt að vita hvernig unga fólkið okkar er að upplifa kynferðisofbeldi. þriggja mínútna erindið verður í höndum Gísla Sigurðar félaga okkar. Í Ungmennaþjóntunefnd eru þau Ólöf, Birgir, Gísli S., Guðfinnur og Margrét Ásgeirs. Það er því enn einn áhugaverði streymis fundurinn framundan sem bæði gagn og gaman verður af.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin