Á næsta fundi fáum við skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundinni dagskrá en einn af okkar verðandi félögum, Edda Heiðrún Geirsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs og fjárfestingatengsla hjá Össuri verður með starfsgreinaerindi. Þar segir Edda okkur aðeins frá sjálfri sér, rekur ferilinn og segir frá núverandi starfi. Það er alltaf ákaflega gaman og fróðlegt þegar við fáum að fræðast um okkar eigin félaga. Fundinum verður streymt af Facebook síðu Hofs að þessu sinni en við höldum í vonina um að geta hist upp í GKG eftir tvær vikur. Fundur fellur niður fimmtudaginn 22. apríl á sumardaginn fyrsta. Hlökkum við til að sjá ykkur sem flest á skjánum nk fimmtudag, stjórnin.