Um hvað snýst samfélagsábyrgð og sjálfbærni

fimmtudagur, 4. febrúar 2021 07:45-08:45, Streymi í gegnum Zoom
Á næsta fundi fáum við til okkar Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra FESTU – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni með það markmið að auka meðvitund okkar í þessum málaflokki. Hrund hefur víðtæka ráðgjafa- og stjórnunarreynslu bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi og hefur setið í fjölmörgum stjórnum. Hún er fráfarandi stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og hefur sjálf stundað frumkvöðlastarf, sjálfstæðan atvinnurekstur, starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hrund situr núna í sérfræðingaráði Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) á sviðum tengdu fjórðu iðnbyltingunni, nýsköpun og Heimsmarkmiðum SÞ. Hún er í hópi Young Global Leaders og Cultural Leaders hjá Alþjóðaefnahagsráðinu og er Yale Gree¬berg World Fellow. Hrund hefur lokið MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics, er með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjórnendanám við Yale háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Þriggja mínútna erindið er í höndum félaga okkar Þorgerðar Önnu og er fundurinn í boði starfsþjónustunefndar sem í eru Þorgerður, Hrafnhildur, kristinn, Örn og Sóley.
Hlökkum til að sjá ykkur á fundinum.