Nú er enn eitt spennandi starfsár framundan og hlökkum við til vetrarins.Fyrsti fundur okkar verður næsta fimmtudag 30. ágúst kl. 7:45 í GKG. Efni fundarins eru tvö. 1. Guðmundur félagi okkar ætlar að vera með innlegg um Nepal og hugsanlega ferð þangað næsta vor. Spennandi fróðleikur fyrir alla þó ...
Kæru félagar. Áfram höldum við inn í veturinn og framtíðina með spennandi dagskrá.Næsti fundur okkar verður á fimmtudaginn 6. september í GKG kl. 8:45. Ari Kristinn Jónsson rektor HR kemur í heimsókn.Fyrirlestur hans fjallar um yfirstandandi tæknibyltingu sem stundum er kölluð fjórða iðnbyltingin...
Næsta fimmtudag 13. september verður morgunheimsókn í golfklúbbinn Odd kl 8:00. Formaður klúbbsins, Elín Hrönn Ólafsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri munu taka á móti okkur, kynna völlinn, sögu hans starfsemi og fleira. Fyrir okkur sem vitum lítið um golf þá fylgir hér með leiðarvísi...
Gestur okkar á fimmtudag verður Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann ætlar að fjalla um stöðu ferðaþjónustunnar og kynna starfsemi SAF. Það verður án efa spennandi að heyra hvað Jóhannes hefur að segja um stöðuna. Tinna Rán félagi okkar verður með ...
Áfram verður helsta gullegg þjóðarinnar, ferðaþjónustan, til umfjöllunar á næsta fundi okkar á fimmtudaginn 27. sept i GKG kl. 7:45.Gestur okkar verður Helga Hlín Pálsdóttir hjá Íslandsstofu. Hún ætlar að fjalla um átakið Inspired by Iceland. Þetta verður án efa fróðlegt.Páll Ágúst Ásgeirsson verður...
Fundurinn verður á sínum stað næsta fimmtudag 4. október kl. 7:45 í GKG. Áhugaverður fyrirlesari og heitið á erindinu gefur heldur betur tilefni til að hlusta J Brynja Guðmundsdóttir, frumkvöðull, fjárfestir og ráðgjafi mun mæta til okkar með erindi sem heitir: Að þora. Þar fer Brynja ...
Garðar Eiríksson umdæmisstjóri fer yfir áherslur Rótarý á þessu starfsári.
Katrín Davíðsdóttir barnalæknir verður með fyrirlestur um ADHD. Erindið heitir „Hvað er þetta ADHD?“ Katrín mun fjalla um ADHD, tíðni, orsakir, einkenni greiningu og meðferð.Katrín vinnur í þverfaglegu teymi á Þroska- og hegðunarstöð (hluti af heilsugæslu höfuðborgarsvæðis) sem sinnir greiningu...
Klúbbþingið verður með óformlegu sniði og leggjum áherslu á spjall. Við þurfum meðal annars að ræða hvaða samfélagsverkefni við ætlum að styðja og ræða öflun nýrra félaga. Knútur gjaldkeri okkar fer yfir uppgjör síðasta starfsárs og síðast en ekki síst þurfum við að kynnast aðeins betur.
Fimmtudaginn 8. nóvember fáum við erindi sem heitir Góðar ákvarðanir - Innsýn í hvernig hugurinn virkar við ákvarðanatöku. Haukur Ingi Guðnason & Marta Gall Jörgensen sem starfa við mannauðsrannsóknir og ráðgjöf hjá Gallup á Íslandi koma. Hrannar félagi okkar verður með þriggja mínútna erindi....
Controlant er spennandi fyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í hitastigs- og ferilvöktun í flutningi fyrir sína viðskiptavini. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað nema sem skrásetja og senda gögn um hitastig í rauntíma auk þess sem GPS sendir er í mælunum þannig að hægt er að fylgjast með staðsetningu f...
Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans kemur til okkar. Hún tók við stöðu skólameistara stærsta framhaldsskóla landsins fyrr á þessu ári, fyrst kvenna. Hildur er áhugaverður fyrirlesari með mikilvægt málefni.
Hér er frábært tækifæri til að heyra sögu um Ísland frá sjónarhóli Miquel sem er vel menntaður og hefur starfað víða í heiminum en vill setjast að í íslensku samfélagi. Hann ætlar að ræða við okku um "The globalisation journey of youth workforce" og fara í gegnum það hvernig er að koma sem erlendur ...
Gestur okkar verður Einar Magnús Magnússon kvikmyndaframleiðandi og sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Hann ætlar að segja okkur frá rannsóknum og handritavinnu sem unnið hefur verið að lengi og byggir á sannsögulegum atburðum frá 1903 þegar mikið björgunarafrek var unnið þegar þýskur tog...
Þetta verður skemmtilegt kvöld sem hefst kl. 19 í GKG. Dagskráin tekur mið af því að við ætlum, allt í senn, að kynnast betur hvert öðru í gegnum m.a. samkvæmisleiki, gæða okkur á dýrindis jólalegum 10 rétta smáréttaseðli, auk þess að fá til okkar Hollywood stjörnu, sem ætlar að leiða okkur í sannl...
Fundarefnið tilkynnt síðar.
Klúbbþing á léttum nótum. Stutt könnun, félagaþróun, samstarf við aðra klúbba og síðast en ekki síst tími fyrir gott spjall.
Bjarki félagi okkar verður með spennandi erindi um starf fjármálaverkfræðinga. Hann ætlar að fjalla um breyttan heim verkfræðimenntunar og fjölbreytni í störfum verkfræðinga. Bjarki hefur fjölbreytta reynslu og hér er frábært tækifæri fyrir okkur að fá innsýn í störf Rótarýfélaga.
Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ ætlar að kynna fyrir okkur hina fjölbreyttu og spennandi starfsemi félagsins.
Hér er mikilvægt og áhugavert efni sem Elfa Ýr Gylfadóttir ætlar að fjalla um. Hún er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og hefur mikla reynslu úr heimi fjölmiðla. Í erindinu ætlar hún að fjalla um það hvernig verið er að safna persónuupplýsingum um notendur sem síðan eru notaðar til að hafa áhrif á ...
Frábæru félagar, Fyrsti fundur Rótarý verður næsta fimmtudag og fyrir þann fund verður smá getraun… Hver er maðurinn? Hann mun halda skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um það sem okkur þyrstir að vita um komandi starfsár. Sjáumst hress á fimmtudaginn k...
Góðan daginn félagar, Að þessu sinni verður fundarefni fimmtudagsins með óhefðbundnu sniði. Þetta er frumraun til að fá allar nefndirnar til að hittast og ræða saman …hver í sínu horni. Þannig má líta á þetta sem fyrsta nefndarfundinn þar sem hægt er að leggja línurnar varðandi skip...
Gott loft félagar J Næsti fundur er á vegum Alþjóðaþjónustunefndar og munu þau kynna til leiks Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumann Íslandsstofu. Hann mun segja frá nýju sviði hjá Íslandsstofu sem ætlað er að vera samstarfsvettvangur milli stjórnvalda og atvinnulífs um loftlagsmá...
Frábæru félagsmenn Þá er komið að samfélagsþjónustunefnd að bjóða upp á fyrirlesara. Gestafyrirlesari verður Fanney Karlsdóttir, friðarstyrkþegi Rótarý og sérfræðingur í forsætisráðuneytinu. Hún segir frá innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þ...
Bjart framundan… Í næstu viku er erindi sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Nú er skammdeigið að færast yfir okkur og ekkert annað en að líta á björtu hliðarnar og hlusta á Bjart… Koma svo félagar….við þurfum á þessu að halda
Góðan daginn ofuhetjur, Í næstu viku fáum við umdæmisstjóra Rótarý á Íslandi, Önnu Stefánsdóttur í heimsókn og aðstoðarumdæmisstjórann Björgvin Eggertsson. Sjáumst hress