Betri framtíð fyrir næstu kynslóðir í þróunarlöndunum

fimmtudagur, 8. apríl 2021 07:45-08:45, Zoom fjarfundur
Á næsta ZOOM fjarfundi verður áhersla á alþjóðleg mannúðarmál hjá stjúpfeðginum sem eru að flytja búferlum til Afríku á haustmánuðum til að sinna þessum mikilvæga málaflokki. Þau munu fjalla um verkefni fortíðar, nútíðar og framtíðar í tengslum við heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Vigdís Grace (15 ára) mun hefja leikinn á þriggja mínútna erindi um starf sitt fyrir ráðgjafaráð umboðsmann barna hér á Íslandi. Vigdís ku vera ákveðin ung kona sem lætur sig málin varða en hún stefnir á að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar sem læknir við mannúðaraðstoð í þróunarlöndum. Aðal fyrirlesarinn er Páll Ásgeir Davíðsson, lögfræðingur, sem hefur unnið fyrir sameinuðu þjóðirnar í áratugi en verkefni hans hafa einkum snúist um að byggja upp öruggari og betri framtíð fyrir næstu kynslóðir í þróunarlöndunum. Páll mun gefa okkur innsýn í hvernig hlutverk hans við að hjálpa innlendum aðilum við að skilgreina og innleiða reglur réttaríkis. Fundurinn er í boði ungmennaþjónstunefndar sem í eru Margrét Á, Ólöf, Gísli S, og Guffi. Hlökkum til að sjá ykkur á skjánum, kveðja stjórnin ? https://www.heimsmarkmidin.is/