Hvað geta sendiherrar gert?

fimmtudagur, 11. mars 2021 07:45-08:45, Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Eftir vel heppnaða samverustund félagsmanna á Suðurlandi nú um helgina þá tekur við langþráður rótarýfundur upp í GKG næsta fimmtudag. Gestur okkur verður Berglind Ásgeirsdóttir sem var síðasti sendiherra Íslands í Rússlandi og mun hún m.a. fjalla um reynslu sína sem kona rússneskum karlaheimi en fyrirlesturinn ber nafnið: HVAÐ GETA SENDIHERRAR GERT? Berglind er lögfræðingur að mennt og lagði stund á blaðamennskju sem leiddi hana til starfa í utanríkisþjónustunni en hún var jafnframt fyrst kvenna til að verða ráðuneytisstjóri. Nýtt Líf valdi hana konu ársins 2002 og í kjölfar þess býðst henni starf sem fyrsti aðstoðar forstjóri OECD. Berglind mun segja okkur frá árunum í Rússlandi en þar hafa orðið miklar breytingar varðandi sjávarútveg þar sem íslendingar hafa komið sterkir inn með ráðgjöf og tækni, heimsmeistaramótið í fótbolta ásamt menningu og listum. Fundurinn er í boði alþjóðaþjónustunefndar sem í eru Gullveig, Knútur, Margrét T. og Palli. Þriggja mínutna erindið verður á sínum stað í boði félaga okkar Palla Ásgeirs. Hlökkum til að sjá ykkur í holdinu.
Stjórnin