Að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York

fimmtudagur, 10. september 2020 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Kæru félagar,
Næstkomandi fimmtudag kemur til okkur ungur og áhugaverður einstaklingur sem upplýsir okkur um hvernig reynsla það er að að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar í New York.   Ungi maðurinn heitir Þorvarður Pálsson og er búsettur í Hollandi en er akkurat staddur á eyjunni fögru um þessar mundir. Jafnframt er skemmtilegur tvistur á stöðunni en hann Þorvarður er sonur hans Páls Ásgeirssonar félaga okkar í klúbbnum.  Þriggja mínutna erindið er svo ekki að verri endanum en þar mun hún Gullveig  Teresa gleðja okkur með skemmtilegu innslagi.
Það er því skemmtilegur fundur framundan og hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn.
Stjórnin