Á næsta fimmtudag verður hann Björn Hilmarsson, tölvunarfræðingur og skáti með kynningu á nýrri útilífsmiðstöð Skáta í Heiðmörk sem er vegum skátafélagsins Vífils í Garðabæ. Björn er eigandi fyrirtækisins Ferlis sem sér um m.a. um gagnadreifingu fyrir þjóðskrá. Fundurinn er í boði alþjóðaþjónustunefndar sem í eru Gullveig, Knútur, Páll og Margrét en Páll Ágúst félagi okkar verður með háþróað þriggja mínutna erindi að góðum sið verkfræðinga.
Hlökkum til að sjá ykkur í streyminu.
Stjórnin