Gleðilegt ár og takk fyrir árið sem er að líða. Líkt og margir ef ekki flestir þá hefur ritarinn legið í pest og borðað vel yfir sig að auki. En allt stendur það til bóta. Og einmitt þess vegna er það mikill heiður og nauðsyn að kynna fyrirlesara fundarins 5. janúar en það er hún Lukka hjá Green...
“Ingólfur Arnarson var fyrsti landnámsmaðurinn……….” bababababb, eða hvað? Eftir því sem við þroskumst sem þjóð og jarðarbúar horfum við öðruvísi á fortíðina, lærum meira um hvað gerðist og endurskoðum söguna. Þess háttar rýni ætla þau í Starfsþjónustunefnd að bjóða okkur upp á næsta fimmtudag, 12...
Það verður að játast að ritara klúbbsins er ekki mikið fyrir að auglýsa sjálfan sig. Það er því ágætt á hann að þurfa að auglýsa næsta fund, 19. janúar, þar sem hann ætlar að vera með starfsgreinaerindi. Í þessu erindi verður stiklað að mestu um völl fjarskipta því að þar hefur ritari starfað í ...
Næsta fimmtudag fáum við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar í heimsókn til okkar en hann ætlar að fjalla um orkuskipti í samgöngum. Egill er fæddur árið 1963 og hefur starfað hjá fyrirtækinu alla sína starfsævi. Egill stjórnar fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1964 þegar bílaverkstæðið V...
Næsti fundur, 2. febrúar, verður í höndum Viðskiptaþjónustunefndar. Í nefndinni eru Hildur (formaður), Gísli S., Katrín og Þyri. Aðalgestur fundarins verður Ragnar Sigurðsson en hann kemur frá fyrirtækinu AwarenessGo sem er netöryggisfyrirtæki. Netöryggi er mikið í umræðunni í okkar samfélagi og...
Það er Alþjóðaþjónustunefnd sem annast fundinn 9. febrúar. Í þeirri nefnd sitja Bjarki (formaður), Ástríður, Guðmunda, Margrét Teits. og Þyri. Þau hafa fengið Stefán Jón Hafstein til að heimsækja okkur. Stefán ætlar að fjalla um “Heiminn eins og hann er”. Stefán talar út frá nýju bókinni sinni þa...
Skemmtilegt menningarkvöld með góðum mat í góðum félagsskap. Gunnar Helgason rithöfundur Tónlistaratriði Skemmtileg þriggja mínútna erindi frá rótarýfélögum
Það verður óvenjulegur og skemmtilegur morgunfundur næsta fimmtudag, 2. mars því þá ætlum við að heimsækja Hönnunarsafn Íslands. Mæting er kl. 7:45. Staðsetning er Hönnunarsafnið, Garðatorgi 1, Garðabæ. Þar tekur á móti okkur Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins. Við ætlum að kynna okku...
Árið 1992 kom út platan Sumar í Sýrlandi. Ætli einn af meðlimum hljómsveitarinnar Stuðmanna hafi þá áttað sig á að hann ætti eftir að heimsækja Rótarýklúbbinn Hof 9. mars á því herrans ári 2023? Ætli hann hafi áttað sig á að hann ætti eftir að verða alþingismaður? Ritari getur ekki svarað þessu ...
Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri 3Z ætlar að koma í heimsókn til okkar 30. mars og ræða tilraunir á nýju lyfi sem á að nýtast við ADHD og svefnleysi. 3Z sótti nýverið tæpar 270 milljónir til fjárfesta fyrir lokahnikkinn í forklínískum rannsóknum á þessu nýja lyfi. Spennandi erindi þar sem fróðl...
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla ehf. ætlar að ræða um vinnuumhverfi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og ráðgjafa sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf.
Fundurinn 27. apríl næstkomandi verður stúttfullur af vísindum og möguleikum. Hans Guttormur Þormar ætlar að koma til okkar og segja okkur frá djúptækni og genalækningum. Hans er verkefnastjóri samnýtingar rannsóknarinnviða á Íslandi. Hansi eins og ritari kallar hann stundum er líka harður í hor...
Næsti fundur, 4. maí, verður niðri miðbæ Reykjavíkur og byrjum við kl 16:30. Við ætlum fá að skoða 5 stjörnu Hótelið Reykjavík EDITION og sjá hvað allir eru að tala um. Síðan ætlum við að kíkja Mathöllina á Hafnartorgi, fá okkur smá að borða og kannski 1-2 drykk. Kannski förum við nokkra leiki, h...
#rotaryklubburhofgardabaer boðar til fundar þann 11. maí kl 7:45. Hulda Birna Baldursdóttir kemur í heimsókn og svarar spurningunni “Á hvaða samfélagsmiðlum á mitt fyrirtæki/stofnun að vera á?”. Hulda Birna ætlar að leiða okkur í gegnum frumskóg samfélagsmiðlanna. Hvað þurfum við mörg “Like” til...