Á næsta fundi mun Finnur Sveinson fjalla um byggingariðnað í örri þróun þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á vistvænni nálgun við efnisval, framkvæmdir, rekstur og förgun eða úreldingu. Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir stórum hluta af losun á koltvísýringi í heiminum svo að umhverfisáhrif hús...
Á næsta fundi höldum við á vit ævintýranna í kringum hnöttinn ásamt því að fá krassandi þriggja mínutna erindi frá okkar eina sanna Gísla Ívars. Aðal fyrirlesari dagsins er Kristján Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Radíómiðunnar, var fyrsti Íslendingurinn til að fara einn á mótorhjoli í kringu...
Á næsta fundi ætlum við að horfa til himins og skilja háloftin betur en það er enginn annar en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sem ætlar að segja okkur frá því hvernig stórt flugfélag eins og Icelandair fer aftur á flug eftir áskoranir síðustu missera en hann var m.a. valinn maður ársins af á...
Kæru félagar, þá er það síðasti fundurinn á þessu tímabili (fyrir utan vorhátíðina 4. júní) í fyrramálið og vonumst við til að sjá ykkur sem flest í kósý heitum og skemmtilegum umræðum í fyrramálið. Stjórnin :-)
Fundur kynningarnefndar
Kæru félagar, Eins og áður auglýst, verður fyrsti fundur nýs starfsárs nk. fimmtudag, þann 26. ágúst. Við höldum nú á fornar slóðir, og fundum, eins og á upphafsdögum klúbbsins, í Jötunheimum félagsheimili skátafélagsins Vífils, við Bæjarbraut 7. Þar er aðkoma góð og næg bílastæði. Morgunverðarhlað...
Gestur og fyrirlesari fundarins er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Garðbæingur. Fundurinn er í umsjón starfsþjónustunefndar en hana skipa Þyrí, Knútur, Bjarki, Gísli B. og Sigríður Hulda.
Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur og rithöfundur með BA próf í Uppeldis- og menntunarfræði fjallar um bók sína Harður skellur sem kom út núna í ágúst.
Gestur fundarins verður Una Sighvatsdóttir. Una starfar sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands og er einnig sérfróð um málefni Afghanistan þar sem hún bjó og starfaði fyrir Atlantshafsbandalagið sem upplýsingafulltrúi í Kabúl. Hún starfaði einnig fyrir NATO í Tblisi í Georgíu og sem blaðamaðu...
Ásdís Helga Bjarnadóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi, verður gestur fundarins. Ásdís kemur úr Rkl. Héraðsbúa.
Gestur okkar fimmtudaginn 30. september verður Birkir Karl Sigurðsson nemi í Háskólanum í Reykjavík og fyrrum heimsmeistari ungmenna í skólaskák. Hann ætlar að segja okkur frá tækifæri sem felast í skákinni. 3ja mín. erindi kemur frá Ungmennaþjónustunefnd.Fundurinn er á ábyrgð Ungmennaþjónustunefnda...
Gunnar Sveinn Magnússon, leiðtogi hjá Earnst & Young á Íslandi á sviði sjálfbærni mætir og fræðir okkur. Málefni sem verður sífellt fyrirferðarmeira í þjóðfélagsumræðunni.
Kolbeinn Hilmarsson frá fyrirtækinu Svarma ehf. verður gestur fundarins. Svarmi ehf. er fyrirtæki sem er að þróa tækni í kringum gagnaöflun með drónum og úrvinnslu slíkra gagna. Okkar eigin Gísli B. verður með 3ja mín. erindi. Fundurinn er á ábyrgð Starfsþjónustunefndar sem Þyrí, Knútur, Bjarki, Gís...
Fjóla María Ágústdóttir, Garðbæingur og leiðtogi sambands sveitafélaga í stafrænni vegferð verður gestur fundarins. Fundurinn er á ábyrðg félagsþróunarnefndar en hana skipa Gísli B., Margrét, Hildur Sólveig og Sigga Björk.
Klúbbþing að hausti. Á dagskrá verða ákvarðanir um félagsgjöld og samfélagsverkefni og almennar umræður um starf klúbbsins. Sigríður Björk verður með stutt erindi um nýyfirstaðið umdæmisþing Rótarý.
Fundurinn 4. nóvember er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar og mætir Baldur Þórhallsson með erindið Samskipti Ísland við umheiminn: Góðir Íslendingar og varasamir útlendingar. Í erindu verður fjallað um mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðar. Fjallað verður um nýja bók um áhrif alþjóðasamskipta á þró...
Fundurinn 11. nóv er í boði Viðskiptaþjónustunefndar en hana skipa: Gummi, Hrafnhildur, Jóna, og Sigrún. Fyrirlesari verður : Sigmundur Ernir Rúnarsson. Yfirskrift erindis hans er Lífshlaupið í fjölmiðlum og tvær nýjar bækur á takteinum. Skemmtilegur fyrirlesari með fjölbreyttan bakgrunn se...
Langtímaáhrif skilnaðar á líðan barna geta verið verulega íþyngjandi, fyrir börnin sjálf og samfélagið. Það er oft ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum. Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir benda skýrt til þess að hægt sé að lágm...
Rithöfundurinn og forsetafrúin Eliza Reid verður fyrirlesari fundarins 25. nóv. Nýútkomin er bók hennar ,,Sprakkar” þar sem hún rýnir í stöðu kynjanna og jafnréttismál á Íslandi gegnum viðtöl við íslenskar konur af ýmsum sviðum þjóðlífsins og eigin reynslu. Einkar áhugavert verður að kynnast þessum ...
Fundurinn 2. desember er í umsjón Samfélagsþjónustunefndar. Hildur Sólveg verður með 3ja mín. erindið en fræðsluerindi dagsins fjallar um skaðaminnkandi nálgun og Frú Ragnheiði. Skaðaminnkandi hugmyndafræði (e. harm reduction) er gagnreynd nálgun í vinnu með einstaklingum sem nota vímuefni og...
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og Garðbæingur verður aðal gestur fundarins. Kristín Helga er margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur. Mörg sköpunarverk hennar eru orðin órjúfanlegur hluti barnamenningar og persónur eins og Fíasól hafa glatt bæði börn og foreldra. Hún hefur verið óh...
Jón Helgi Egilsson einn af stofnendum sprotafyrirtækisins Monerium verður fyrirlesari fundarins. Monerium vinnur að því að þróa lausnir og þjónustur sem nýta bálkakeðjur (blockcain) til að stunda hefðbundna fjármálaþjónustu. Þriggja mínútna erindið verður í höndum Þyríar.
Nk. fimmtudag, 13. janúar, fáum við Héðinn Unnsteinsson, formann Geðhjálpar í heimsókn með erindi sem hann kallar ,,Stutt tilbrigði við geðheilbrigði." Héðinn hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum. Árið 2015 kom út sjálfsævisöguleg bók hans ,,Vertu úlfur" sem samnefnt verk í...
Fyrirlesri fundarins verður Tatjana Latinovic. Tatjana er formaður Kvenréttindafélags Íslands og er fyrst kvenna af erlendum uppruna til að gegna stöðunni. Hún hefur verið viðriðin jafnréttismál síðan hún flutti til Íslands árið 1994 og unnið markvisst að kvenréttindum frá árinu 2003. Hún hefur veri...
Fundur okkar nk. fimmtudag, 27. janúar er í boði Viðskiptaþjónustunefndar. Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Sahara sem trónir á lista yfir bestu stafrænu markaðsstofur í Evrópu er til í að koma á Zoom og ræða við okkur um Framtíðina í markaðsmálum fyrirtækja og eitth...
Eiður Welding ætlar að flytja erindi um mikilvægi þess að ungt fólk taki þátt og séu virk í málefnum sem varða samfélagið. Félagi okkar Sólveig Hjaltadóttir verður með 3ja mín. erindið á sínum herðum.
Benedikt Stefánsson, framkv.stj. viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling InternationalÞað er liðin tíu ár frá því Carbon Recycling reisti verksmiðju sína í Svartsengi, ekki síst til að flytja út hugvit frá Íslandi, með því að sýna umheiminum fram á að þetta væri hægt; að fanga koltvísýring frá iðnaði ...
Fundurinn nk. fimmtudag, 3. mars, er heldur betur spennandi. Þá fáum við heimókn frá tveimur starfsmönnum Teledyne Gavia, þeim Kolbrúnu Árnadóttur og Páli Arnari Þorsteinssyni, en bæði starfa þau í sölu- og þjónustuteymi fyrirtækisins. TG var á sínum tíma sprotafyrirtæki og þróar djúpför til rannsók...
Kjartan Hauksson og Marteinn Kristjánsson frá Fjárteymi
Friðrik Jónsson verður aðalfyrirlesari fundarins. Friðrik er formaður Bandalags háskólamanna – BHM – og var kjörinn til þess og tók við því hlutverki í lok maí 2021. Áður gengdi hann starfi forstöðumanns GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, frá október 2020. Frá nóvember 2019 gegndi Friðrik ...
Fyrirlesarinn, Markús Þórhallsson er fæddur 1964 og með meistaragráður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku. Hann hefur unnið við sölumennsku og ráðningarþjónustu en hefur í næstum tvo áratugi starfað við fjölmiðla. Hann er nú fréttamaður á RÚV auk þess sem hann er stundakennari við Háskóla Ísland...
Við fáum góðan gest á fundinn á fimmtudaginn, 31. mars. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um fátækt barna. Niðurstöður sýna að efnahagslegur ójöfnuður barna er tilfinnanlegur á Íslandi, þó hann sé vissulega minni en ójöfnuður meðal fullorðinna einsta...
Við heimsækjum Hjálpræðisherinn í nýja ,,herkastalann" á Suðurlandsbraut 72 og kynnumst því fjölbreytta starfi sem þar er boðið upp á.
Ásgeir Björnsson sérlegur Eurovision áhugamaður kynnir hvernig hann undirbýr sig fyrir Eurovision og nýtur ,,vertíðarinnar".
Einar Bárðarson kynnir Víkingamótaröðina.
Friðjón Friðjónsson verður fyrirlesari.
Tölfræðingurinn og prófessorinn Gunnar Stefánsson segir í viðtali við Morgunblaðið, 4. september síðastliðinn, að það sé fátt skemmtilegra en að vinna við “Education in a suitcase”. Gunnar ætlar að kynna verkefnið fyrir okkur á fundinum 3. nóvember. Án þess að segja of mikið, þá kemur Afríka, lær...
“Hvað ert þú að gera hérna?” sagði ritari FG við mig þegar ég steig inn í skrifstofu skólans 23 árum eftir að ég útskrifaðist frá skólanum. Ég hafði ekki stigið inn í skólann síðan þá og þar að auki var hann í nýrri byggingu. Vá!, hvað mér þótti vænt um þetta. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ verður ...
Fundurinn nk. fimmtudag, 8. des., er síðasti fundur ársins og verður því jólabragur yfir honum í boði skemmtinefndar.Guðni þáði fúslega heimboð okkar og ætlar m.a. að ræða jólahaldið eins og það gerðist á bernskuheimili hans en Guðni kemur úr hópi 16 systkina og heimilishaldið hefur því oft verið f...