Kynning á Erninum

fimmtudagur, 21. nóvember 2019 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ

Jæja gott fólk… allir orðnir spenntir að fá að vita hvað fundarefni fimmtudagsins verður?

Flest okkar þekkja minningar- og styrktarsjóðinn Örninn en Rótarýklúbburinn Hof hefur einmitt styrkt verkefni hans. Á fimmtudaginn kemur upphafsmaður verkefnisins, Heiðrún Jensdóttir og kynnir starfið og hvernig styrkurinn frá okkur hefur nýst.

Þriggja mínútna erindið verður bara eitthvað alveg óvænt…. bíðum bara spennt?