Samskipti Ísland við umheiminn: Góðir Íslendingar og varasamir útlendingar.

fimmtudagur, 4. nóvember 2021 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Fundurinn 4. nóvember er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar og mætir Baldur Þórhallsson með erindið
Samskipti Ísland við umheiminn: Góðir Íslendingar og varasamir útlendingar. Í erindu verður fjallað um mikilvægi alþjóðasamskipta í sögu þjóðar. Fjallað verður um nýja bók um áhrif alþjóðasamskipta á þróun íslensks samfélags frá landnámi til stofnunar lýðveldisins. Skoðuð eru pólitísk, efnahagsleg og samfélagsleg samskipti. Leitast verður við að svar eftirfarandi spurningum: Hefur ávinningurinn af þessum samskiptum verið meiri en kostnaðurinn sem oft er sagður hafa fylgt þeim? Nutu Íslendingar skjóls af samskiptum sínum við nágrannaríki, kaþólsku kirkjuna og erlenda sæfara? Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði og í forsvari fyrir Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á stöðu smáríkja í Evrópu eins og Norðurlandanna, ákvarðatöku innan Evrópusambandsins og utanríkisstefnu Íslands. Hann er með M.A. og Ph.d. í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Essex í Bretlandi.
Væntanlega munum við svo njóta spennandi 3ja mínútna erindis frá nefndarmanni.
Baldur Þórhallsson