Kristín Helga og grunntónarnir

fimmtudagur, 9. desember 2021 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur og Garðbæingur verður aðal gestur fundarins. Kristín Helga er margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur. Mörg sköpunarverk hennar eru orðin órjúfanlegur hluti barnamenningar og persónur eins og Fíasól hafa glatt bæði börn og foreldra. Hún hefur verið óhrædd við að takast á við álitamál samtímans í bókum sínum, en náttúruvernd, mannvernd, flóttafólk og kvennafortíðin hafa verið grunntónarnir í síðustu verkum hennar. Bókin Ótemjur er hennar nýjasta og við fáum eflaust að að heyra e-ð sýnishorn úr henni.Kristín Helga Gunnarsdóttir