Tilbrigði við geðheilbrigði

fimmtudagur, 13. janúar 2022 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Nk. fimmtudag, 13. janúar, fáum við Héðinn Unnsteinsson, formann Geðhjálpar í heimsókn með erindi sem hann kallar ,,Stutt tilbrigði við geðheilbrigði." Héðinn hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum. Árið 2015 kom út sjálfsævisöguleg bók hans ,,Vertu úlfur" sem samnefnt verk í Þjóðleikhúsinu byggir á. Geðheilbrigði er ávallt verðugt umræðu- og viðfangsefni en ekki síst nú á Covid-tímum sem hafa fært ýmsar áskoranir tengdar geðheilbrigði.
Fundurinn er í umsjón Samfélagsþjónustunefndar og verður félagi okkar Örn með 3ja mínútna erindið.
Héðinn Unnsteinsson