Á næsta fundi ætlum við að horfa til himins og skilja háloftin betur en það er enginn annar en Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sem ætlar að segja okkur frá því hvernig stórt flugfélag eins og Icelandair fer aftur á flug eftir áskoranir síðustu missera en hann var m.a. valinn maður ársins af álitsgjöfum markaðarinns 2020. Sigurjóna Jónsdóttir, félagi okkar, galdrar fram þriggja mínútna erindið að þessu sinni en fundurinn er í boði viðskiptaþjónustunefndar sem í eru Árni Jón, Gísli B, Helga Guðný, Sigurjóna og Vigdís. Hlökkum til að sjá ykkur upp í GKG en fundinum verður jafnframt streymt fyrir þá sem ekki eiga heimagengt en gestir eru sérstaklega velkomnir. https://www.frettabladid.is/markadurinn/meiri-bjartsyni-vegna-thrautseigju-boga-nils/