Kæru félagar,
Eins og áður auglýst, verður fyrsti fundur nýs starfsárs nk. fimmtudag, þann 26. ágúst. Við höldum nú á fornar slóðir, og fundum, eins og á upphafsdögum klúbbsins, í Jötunheimum félagsheimili skátafélagsins Vífils, við Bæjarbraut 7. Þar er aðkoma góð og næg bílastæði. Morgunverðarhlaðborð verður í boði eftir sem áður og verður í höndum Eldhúss sælkerans.
Ein breyting verður á fyrirkomulagi, en nú óskum við eftir að félagar SKRÁI fyrirfram fundararþáttöku því við þurfum að láta veitingamanninn vita um fjölda. Við þurfum kannski e-ð að prófa okkur áfram með fyrirkomulagið en byrjum á að þeir sem ætla að mæta næsta fimmtudag meldi sig í könnunni hér að neðan. Tilkynna þarf um mætingu eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi deginum fyrir fund, nú miðvikudaginn 25. ágúst.
Skráning fer fram á facebook síðu Hofs: https://www.facebook.com/groups/1644688485753169
Þetta fyrirkomulag, sem og annað tengt starfi komandi starfsárs, nefndir o.fl. verður betur kynnt á fundinum á fimtudaginn. S.s. hefðbundinn fyrsti fundur og vonandi gott spjall eftir langt sumarfrí.
Hlökkum til að sjá ykkur sem allra allra flest