Málefni Afghanistan

fimmtudagur, 16. september 2021 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Gestur fundarins verður Una Sighvatsdóttir. Una Sighvatsdóttir
Una starfar sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands og er einnig sérfróð um málefni Afghanistan þar sem hún bjó og starfaði fyrir Atlantshafsbandalagið sem upplýsingafulltrúi í Kabúl. Hún starfaði einnig fyrir NATO í Tblisi í Georgíu og sem blaðamaður á Íslandi um árabil. Málefni Afghanistan hafa verið efsta á baugi undanfarið og fréttir af ástandinu hafa vakið óhug. En hvað býr þar að baki? Hvernig hefur ástandið verið í landinu undanfarin ár og hvað er framundan hjá Afgönsku þjóðinu nú þegar Talíbanar hafa tekið völdin? Fræðumst nánar um þetta mikilvæga málefni með Unu sem hefur einstaka sýn frá veru sinni þar í landi.

3ja mínútna erindi verður í höndum Árna Jóns.

Fundurinn er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar en hana skipa Ári Jón, Edda, Gísli, Hanna Þóra og Þorgerður Anna.