Fundurinn nk. fimmtudag, 3. mars, er heldur betur spennandi. Þá fáum við heimókn frá tveimur starfsmönnum Teledyne Gavia, þeim Kolbrúnu Árnadóttur og Páli Arnari Þorsteinssyni, en bæði starfa þau í sölu- og þjónustuteymi fyrirtækisins. TG var á sínum tíma sprotafyrirtæki og þróar djúpför til rannsókna og leita neðansjávar. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina “Íslenskt hugvit kannar djúpin” en eins e-r kannski muna kom fyrirtækið að leit í Þingvallavatni þegar flugvél fórst þar á dögunum.
Sigríður Hulda ber hitann og þungan af 3ja mín erindinu.
Fundurinn er á ábyrgð Starfsþjónustunefndar en hana skipa Þyrí, Knútur, Bjarki, Gísli B. og Sigríður Hulda.