Íslenskt hugvit kannar djúpin

fimmtudagur, 3. mars 2022 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Fundurinn nk. fimmtudag, 3. mars, er heldur betur spennandi. Þá fáum við heimókn frá tveimur starfsmönnum Teledyne Gavia, þeim Kolbrúnu Árnadóttur og Páli Arnari Þorsteinssyni, en bæði starfa þau í sölu- og þjónustuteymi fyrirtækisins. TG var á sínum tíma sprotafyrirtæki og þróar djúpför til rannsókna og leita neðansjávar. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina “Íslenskt hugvit kannar djúpin” en eins e-r kannski muna kom fyrirtækið að leit í Þingvallavatni þegar flugvél fórst þar á dögunum.
Sigríður Hulda ber hitann og þungan af 3ja mín erindinu.
Fundurinn er á ábyrgð Starfsþjónustunefndar en hana skipa Þyrí, Knútur, Bjarki, Gísli B. og Sigríður Hulda.