Fátækt barna á Íslandi

fimmtudagur, 31. mars 2022 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Við fáum góðan gest á fundinn á fimmtudaginn, 31. mars. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, mun fjalla um fátækt barna. Niðurstöður sýna að efnahagslegur ójöfnuður barna er tilfinnanlegur á Íslandi, þó hann sé vissulega minni en ójöfnuður meðal fullorðinna einstaklinga. Mældur Gini stuðull fyrir börn árið 2020 er 0,27, á meðan Gini stuðull fyrir fullorðna mælist 0,40. Efnahagslegur ójöfnuður meðal barna skýrist af ýmsum þáttum, svo sem menntun og aldri foreldra. Mestu skiptir þó fjölskyldugerðin þar sem efnahagsleg afdrif barna sem búa hjá einstæðu foreldri eru umtalsvert verri en annara og reynast verri eftir því sem barnarnafjöldi er meiri á heimilinu. Tinna vann, ásamt Dr. Gylfa Zoega, skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra barn fyrir Velferðarsjóð barna og kynntu þau skýrsluna á nýliðnu málþingi sjóðsins sem bar yfirskriftina ,,Höfum við efni á barnafátækt? Sannarlega áhugavert og margslungið efni. Félagi okkar, Þorkell Lillie Magnússon, verður með 3ja mín. erindið á sínum herðum. Fundurinn er í umsjón Ungmennaþjónustunefndar.Tinna Laufey Ásgeirsdóttir