Fyrirlesri fundarins verður Tatjana Latinovic. Tatjana er formaður Kvenréttindafélags Íslands og er fyrst kvenna af erlendum uppruna til að gegna stöðunni. Hún hefur verið viðriðin jafnréttismál síðan hún flutti til Íslands árið 1994 og unnið markvisst að kvenréttindum frá árinu 2003. Hún hefur verið formaður innflytjendaráðs frá árinu 2017. Tatjana er serbnesk að uppruna og starfar sem framkvæmdastjóri hugverkasviðs Össurar hf. Ísland trónir efst á lista World Economic Forum yfir árangur í kynjajafnréttismálum (Global Gender Gap Report), með því að hafa náð 89.2% jafnrétti. Þetta þýðir ekki að við séum best í heiminum í jafnrétti, við erum skást. Tatjana mun fjalla um jafnrétti í víðara samhengi, hvernig jafnréttisbaráttan breytist með tímum og breyttri samfélagsgerð. Hún mun tala um áherslur sínar í starfinu og vangaveltur um hvort og þá hvernig við getum náð 100% jafnrétti.
Fundurinn er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar og verður Hanna Þóra me 3ja mín. erindið á sinni könnu.