Framtíðin í markaðsmálum fyrirtækja

fimmtudagur, 27. janúar 2022 07:45-08:45, Zoom

Fundur okkar nk. fimmtudag, 27. janúar er í boði Viðskiptaþjónustunefndar.

 

Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Sahara sem trónir á lista yfir bestu stafrænu markaðsstofur í Evrópu er til í að koma á Zoom og ræða við okkur um Framtíðina í markaðsmálum fyrirtækja og eitthvað áhugavert því tengt.... við erum jú einu sinni Viðskiptaþjónustunefnd ... right ... ?

 

 

 

Um fyrirlesarann: Davíð Lúther er með mikla reynslu í markaðs- og kynningarmálum, hann hefur rekið framleiðslufyrirtækið SILENT og samfélagsmiðlafyrirtækið SAHARA með miklum árangri en þessi fyrirtæki sameinuðust 2018 og úr varð 360° auglýsingastofan SAHARA þar sem 26 manns starfa í dag. Davíð stóð fyrir The Color Run og Gung Ho fyrstu þrjú árin bæði hér á Íslandi og Skandínavíu. Hann hefur einnig verið viðloðandi Eurovision síðustu ár fyrir hönd RÚV varðandi samfélagsmiðla og kynningu á framlagi Íslands. Davíð Lúther hefur einnig verið duglegur að ferðast um landið farið í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu svo sem falsfréttir.

Davíð Lúther Sigurðsson