Á næsta fundi mun Finnur Sveinson fjalla um byggingariðnað í örri þróun þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á vistvænni nálgun við efnisval, framkvæmdir, rekstur og förgun eða úreldingu. Byggingariðnaðurinn er ábyrgur fyrir stórum hluta af losun á koltvísýringi í heiminum svo að umhverfisáhrif húsa eru mikil. Finnur er viðskiptafræðingur frá HÍ sem venti sínu kvæði í kross og skellti sér árið 1995 til Gautaborgar til að læra umhverfisfræði. Hann ásamt Þórdísi eiginkonu sinni byggðu fyrsta Svansvottaða íbúðarhúsið á Íslandi með hjálp frá ýmsum fagaðilum. Finnur hefur lengst af starfað sem ráðgjafi á sviði umhverfismála og samfélagsábyrgðar. Hann vann við byggingu álversins á Reyðarfirði þegar það var í byggingu, var sérfræðingur hjá Landsbankanum í samfélagsábyrgð en sinnir mest ráðgjöf þessa dagana. Þriggja mínutna erindið verður á sínum stað og verður kynnt síðar en fundurinn er í boði starfsþjónustunefndar sem í eru Örn, Þorgerður, Kristín, Hrafnhildur og Sigurjóna. Fundurinn verður í boði í GKG fyrir 19 félaga ásamt fyrirlesaranum og á Zoom. Þeir sem hafa áhuga á að mæta á staðinn vinsamlegast láti vita.