Var gerð bylting á Íslandi 1809?

fimmtudagur, 24. mars 2022 07:45-08:45, Jötunheimar Skátafélagið Vífill 210 Garðabæ
Markús ÞórhallssonFyrirlesarinn, Markús Þórhallsson er fæddur 1964 og með meistaragráður í sagnfræði og blaða- og fréttamennsku. Hann hefur unnið við sölumennsku og ráðningarþjónustu en hefur í næstum tvo áratugi starfað við fjölmiðla. Hann er nú fréttamaður á RÚV auk þess sem hann er stundakennari við Háskóla Íslands. Markús er stjórnarmaður í Sögufélagi og formaður Sagnfræðingafélags Íslands. Hann kom á laggirnar Blöndu, hlaðvarpi Sögufélags og hefur aðstoðað við gerð hlaðvarpsþátta um heilsuhegðun ungra Íslendinga fyrir menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Árið 1809 dró heldur betur til tíðinda í íslensku samfélagi þegar hingað kom verslunarskip frá Englandi. Um borð voru menn sem áttu eftir að breyta Íslandssögunni – því hér var gerð tilraun til byltingar. Í erindinu verður fjallað um þessa hundadaga á Íslandi, Jörund og fylgismenn hans – og ekki síst ungu konuna sem kölluð hefur verið hundadagadrottningin. Lífshlaup hennar er ólíkt íslenskra kvenna á hennar tíð. Var gerð bylting, og hver var Guðrún Einarsdóttir?
Hanna Þóra verður með 3ja mín. erindið.
Fundurinn er í umsjón Alþjóðaþjónustunefndar.