Controlant er spennandi fyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. í hitastigs- og ferilvöktun í flutningi fyrir sína viðskiptavini. Fyrirtækið hefur meðal annars þróað nema sem skrásetja og senda gögn um hitastig í rauntíma auk þess sem GPS sendir er í mælunum þannig að hægt er að fylgjast með staðsetningu flutningsvara á hverjum tíma. Viðskiptavinir fyrirtækisins koma úr ýmsum geirum, meðal annars matvæla- og lyfjaiðnaðinum, en eiga það sameiginlegt að höndla með vöru sem er viðkvæm fyrir hitastigsbreytingum.
Tímasetning: 15.nóv kl 08:00
Staðsetning: Grensásvegur 7 (sunnan Miklubrautar).
Vefsíða: https://controlant.com/