Gestur okkar verður Einar Magnús Magnússon kvikmyndaframleiðandi og sérfræðingur í kynningarmálum Samgöngustofu. Hann ætlar að segja okkur frá rannsóknum og handritavinnu sem unnið hefur verið að lengi og byggir á sannsögulegum atburðum frá 1903 þegar mikið björgunarafrek var unnið þegar þýskur togari strandaði á Skeiðarársandi.