Ari Kristinn Jónsson rektor HR kemur í heimsókn.
Fyrirlestur hans fjallar um yfirstandandi tæknibyltingu sem stundum er kölluð fjórða iðnbyltingin. Gefin verður innsýn inn í þá tækni sem liggur að baki þessari byltingu og skoðað hvaða áhrif hún mun hafa á einstaklinga, atvinnulíf og samfélag.
Þriggja mínútna erindið verður í höndum Guðmundar félaga okkar og nokkuð öruggt að hann mun nýta mínúturnar þrjár vel til að upplýsa okkur um næstu skref varðandi Nepal ferðina.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Þyri, Guðmundur, Sigurjóna, Helga, Knútur og Páll