Að þora - stjórnun og stofnun fyrirtækja í gleði og sorg

fimmtudagur, 4. október 2018 07:45-08:45, Golfskáli GKG Vífilsstaðavegi 210 Garðabæ

Fundurinn verður á sínum stað næsta  fimmtudag 4. október kl. 7:45 í GKG.

Áhugaverður fyrirlesari og  heitið á erindinu gefur heldur betur tilefni til  að hlusta J

 

Brynja Guðmundsdóttir, frumkvöðull, fjárfestir og ráðgjafi mun mæta til okkar með erindi sem heitir:  Að þora.  Þar fer Brynja meðal annars yfir reynslu sína í stjórnun og stofnunar fyrirtækja, í gleði og sorg, sem er saga sem allir hafa gagn og gaman af.  Brynja er stofnandi Gagnavörslunnar, var framkvæmdastjóri fjármálasviðs og innri upplýsingakerfa hjá Skýrr og forstöðumaður hagdeildar hjá Símanum svo eitthvað sé nefnt.

 

Hanna Þóra með verður með þriggja mínútna erindi.  Fundurinn er í umsjá starfaþjónustunefndar.