Góðan daginn félagar,
Að þessu sinni verður fundarefni fimmtudagsins með óhefðbundnu sniði. Þetta er frumraun til að fá allar nefndirnar til að hittast og ræða saman …hver í sínu horni. Þannig má líta á þetta sem fyrsta nefndarfundinn þar sem hægt er að leggja línurnar varðandi skipulag og fyrirlesara komandi starfsárs.
Það er því gráupplagt að mæta og hitta nefndarfólk sitt með bros á vör.