Hér er mikilvægt og áhugavert efni sem Elfa Ýr Gylfadóttir ætlar að fjalla um. Hún er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og hefur mikla reynslu úr heimi fjölmiðla. Í erindinu ætlar hún að fjalla um það hvernig verið er að safna persónuupplýsingum um notendur sem síðan eru notaðar til að hafa áhrif á fólk bæði með dreifingu falsfrétta og með sérsniðnum auglýsingum.Fjallað verður um það hvaða áhrif falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind getur haft á lýðræðisleg samfélög. Gullveig verður með þriggja mínútna erindið.