Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis? Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.

fimmtudagur, 2. maí 2019 07:45-08:45, Golfskáli GKG Golfskáli GKG 210 Garðabæ
Hér er mikilvægt og áhugavert efni sem Elfa Ýr Gylfadóttir ætlar að fjalla um. Hún er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og hefur mikla reynslu úr heimi fjölmiðla. Í erindinu ætlar hún að fjalla um það hvernig verið er að safna persónuupplýsingum um notendur sem síðan eru notaðar til að hafa áhrif á fólk bæði með dreifingu falsfrétta og með sérsniðnum auglýsingum.Fjallað verður um það hvaða áhrif falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind getur haft á lýðræðisleg samfélög. Gullveig verður með þriggja mínútna erindið.