Fundargerð 30. ágúst 2018

fimmtudagur, 23. ágúst 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Góð byrjun á nýju starfsári.

Takk fyrir toppmætingu í morgun. Aldeilis góð byrjun á nýju starfsári okkar. Þyri hóf fundinn sem nýr forseti. Sú sem þetta skrifar var svo upptekin við að hlusta að það gleymdist að mynda hana við setja sinn fyrsta fund. Forseti fór yfir nýja nefndarskipan og fjallaði aðeins um endurskoðun á lögum klúbbsins. Hún mun setja nefndarskipan með tímasetningum inn á síðuna hér fljótlega. Hún óskaði afmælisbörnum ágústmánaðar til hamingju (má skrifa og segja börn?) Guðmundur göngugarpur og félagi okkar fjallaði svo um hugsanlega Nepalferð Hofs í kringum páskana og kynnti þrjá mismunandi möguleika fyrir okkur. Mjög spennandi og greinilegt að mikill áhugi er fyrir ferðinni en hann er sjálfkjörinn í ferðanefnd sem hann mun stýra. Við munum heyra frá honum fljótlega varðandi næstu skref og bíðum spennt :)