Fundargerð 13. september 2018

fimmtudagur, 13. september 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Heimsókn á hinn frábæra Urriðavöll.

Fallegur morgun til að fara í heimsókn á hinn frábæra Urriðavöll.
Greinilegt var á fasi margra í hópnum að þeir hefðu kosið að drífa sig út á völlinn og taka nokkrar sveiflur.
Formaður Golfklúbbsins Odds, Elín Hrönn Ólafsdóttir tók vel á móti okkur og kynnti starfsemina. Klúbburinn er 25 ára gamall og með 1200 meðlimi sem gerir hann að stærsta klúbbi landsins. Meðlimirnir eru úr öllum stærstu sveitarfélögunum en líklega eiga Garðbæingar flestir ef miðað er við hina frægu höfðatölu. Elín benti á að erfitt væri að reka golfvöll á Íslandi þar sem við erum mjög háð veðri og vindum enda er síðasta sumar gott dæmi um það.
Klúbburinn hefur verið að reyna að leggja áherslu á starf barna og ungmenna en aðstaðan er helsta hindrunin í þeim efnum. Stór áform eru uppi um að stækka völlinn í nánustu framtíði í 27 holur og bæta inniaðstöðu og fjölga þar með félögum umtalsvert. Áhugavert var að heyra að völlurinn hefur fengið umhverfisvottun og mikil áhersla er lögð á að byggja völlinn upp með umhverfssjónarmið að leiðarsljósi. Ekki var annað hægt en að hrífast af umhverfinu og starfinu þarna hvort sem menn hafa áhuga á golfi eða ekki. 

Góð heimsókn og góð mæting .