Fundargerð 20. september 2018

fimmtudagur, 20. september 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Aðalfyrirlesari dagsins var Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Það var góð mæting á fundinn í morgun og setið í hverju sæti. 
Tinna Rán var með þriggja mínútna erindi þar sem hún rifjaði upp helstu hlutverk Alþjóðaþjónustunefndar. Í tengslum við hlutverk nefndarinnar og væntanlega Nepal ferð vildi hún skilja eitthvað eftir í Nepal. Í því sambandi vill hún skoða stuðning við konur sem veikjast eftir barnsburð í Nepal. 
Aðalfyrirlesari dagsins var Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Í samtökunum eru 4000 fyrirtæki bæði stór og smá. Jóhannes minnti okkur á efnahagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar. Árið 2000 voru ferðamenn um 200 þúsund sem komu til landsins en í dag eru þeir rúmar tvær milljónir. Vöxturinn hefur verið 20-40% árlega. Í dag er þetta stærsta úrflutningsgrein þjóðarinnar. Jóhanns minnti okkur á að Ísland væri í alþjóðlegri samkeppni um að fá ferðamenn til landsins. Núna væri fjölgun orðin eðlileg og í samræmi við það sem gerist á alþjóðavísu eða 3-5% eftir þann gríðarlega vöxt sem verið hefur. Hann sagði að verð og gæði þyrftu að fara saman og þangað væru Íslendingar ekki alveg komnir. Til að auka fagmennskuna hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar verið stofanð. Jóhannes sagði að stjórnvöld þyrftu að horfa inn í framtíðina og passa að gullgæsin haldi áfram að verpa, stjórnvöld þyrftu að marka stefnu til framtíðar. Lykilatriðið væri bætt rekstrar- og samkeppnisuhverfi. Hann benti einnig á að efla þyrfti rannsóknir í greininni og verja peningum í það. Alþjóðleg samkeppnishæf ferðaþjónusta myndi bæta lífsskjör á Íslandi. 
Virkilega áhugaverðar pælingar og margar spurningar vöknuðu. Samhliða erindinu sýndi Jóhannes okkur mjög fallegar ljósmyndir af landinu okkar. Myndirnar vöktu ekki síður athygli.