Fundargerð 18. október 2018

fimmtudagur, 18. október 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Jón Halldórsson frá KVAN hressti uppá þennan blauta og dimma októbermorgun.

Þyri forseti setti fundinn og sagði okkur frá umdæmisþingi Rótarý sem var um síðustu helgi en hún sótti þingið fyrir hönd Hofs ásamt Helgu. Þyri sagði að margir góðir fyrirlesarar hefðu verið á þinginu meðal annars menntamálaráðherra. Hún sýndi okkur fána sem klúbburinn okkar fékk afhentan á þinginu fyrir að hafa greitt þriðja hæsta framlagið í Rótarýsjóðinn. 
Margrét var með þriggja mínútna erindi þar sem hún sagði okkur frá skemmtilegu atviki sem hún lenti í fyrir löngu síðan er hún tók unga menn upp í bíl sinn til að skamma þá.

Nefndirnar okkar finna alltaf áhugavert efni til umfjöllunar. Í dag sá Ungmennaþjónustunefndin til þess. Fyrirlesari dagsins var Jón Halldórsson frá Kvan. Hann hressti sannarlega uppá þennan dimma og blauta októbermorgun með áhugaverðu innleggi.
Jón sagði að fókusinn væri á unga fólkið, Kvan væri gamall draumur sem hann og kona hans létu rætast ásamt vinum úr fræðasamfélaginu, þannig væru þau fjögur góð blanda saman í þessu. KVAN er sett saman úr upphafstöfum þeirra fjórmenninga sem standa á bak við það, auk þess hafa stafirnir þessa tilvísun;
Kærleikur
Vinátta
Alúð
Nánd

Jón sagði að þau hjá KVAN væru um þessar mundir að þjálfa um 600 grunnskólakennara og námskeiðið væri kallað verkfærakistan. Hann sýndi okkur áhugaverða glæru þar sem fram kemur skipting barna eftir félagslegu samþykki. Þar sagði hann;
55% vera meðalbörn.
15 % af öllum börnum færu félagslega týnd.
15% fengju félagslega höfnun þar sem þau mynd á einhverns hátt ekki falla inn í normið.
Svo væru 15% þessi vinsælu og þau væru leiðtogar. Það væri hópurinn sem fókusinn væri á.
Jón sagði að starf þeirra í Kvan í þessu verkefni fælist í því að fara inn í bekkinn og hjálpa kennurum að greina bekkina. Finna leiðtogana því þeir skiptast í tvennt: jákvæða og neikvæða leiðtoga og það eru þeir sem stjórna kúlturnum í bekknum. Því er mikilvægt að finna einstaklingana með neikvæðu hegðunina og breyta því. 
Starfsemi KVAN er á mörgum öðrum sviðum tengt ungum fólk eins og Jón kom inn á https://kvan.is/
Flott erindi þar sem fókusinn er unga fólkið sem er framtíðin.