Fundargerð 6. desember 2018

fimmtudagur, 6. desember 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Góð mæting í dag. Fyrirlesari dagsins Einar Magnús Magnússon sagði okkur frá áhugaverðu handriti sem hann er að vinna að og heitir Svartur sandur.

Þyri forseti setti fundinn, sem var í umsjón samfélagsþjónustunefndar, en hún minnti okkur á að njóta aðventunnar. Stella var með þriggja mínútna erindið. Hún vildi minna okkur á breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og taldi að of lítið væri hugað að þessu í stefnumótun þegar horft væri til framtíðar. Árið 2017 hefði hlutfall vinnandi fólks (á aldrinum 19-66 ára) verið 64% en gert væri ræð fyrir að sú tala yrði komin niður í 55% árið 2060.

 Gestur okkar var Einar Magnús Magnússon kvikmyndaframleiðandi og sérfræðingur í kynningarmálum hjá Samgöngustofu. Einar hefur verið í þrjú ár að rannsaka ýmsar heimildir tengdar strandi þýsks togara á Skeiðarársandi árið 1903. Þá var unnið mikið björgunarafrek. Hann sagðist hafa fengið styrk frá kvikmyndasjóði til að vinna að handritinu og það hefði verið ákveðin viðurkenning á því að verkefnið þætti spennandi, þó styrkurinn myndi duga skammt. Handritavinnan miðar að því að búin verði til kvikmynd, sjónvarpsmyndi eða þættir. Þetta væri þó ekki heimildamynd, enda líka í þessu ákveðinn skáldskapur. Hann sagði að þetta væri saga fórnfýsi og manngæsku.

Einar Magnús sagði okkur að veðrið hefði verið svipað og í dag, þennan janúarmorgun þegar skipið strandaði. Miklir umhleypingar og rok.
Hann sýndi okkur stutt myndband sem er grunnurinn af myndinni, en það var gert í aðdraganda umsóknar um styrkinn, en margt hefði komið í ljós síðan hann gerði þetta myndband.
Sagan einskorðast ekki við svartan sand. Sögusviðið er stórt svæði á Suðurlandi. Sagan hefst  og endar í Þýskalandi. Skipbrotsmennirnir 12 eru raunverulegar persónur í sögunnni. Þrír þeirra létust á löngum þvælingi þeirra á Skeiðarársandi, þangað til þeirra komust á bæinn Orrustustaði þar sem hjónin fæddu og hýstu 9 manns sem voru aðframt komnir. Til dæmis var 13 ára dóttir á bænum send á hesti í tveggja daga ferðalag til að sækja hjálp. Íslenski hesturinn var ein af hetjunum sem komu við sögu.  Síðan fara svipbrotsmennirnir á Breiðabólsstað þar sem matarborði fjölskyldunnar var breytt í skurðarborð og kona læknisins gengdi mikilvægu hlutverki. Aflima þurfta fimm af þeim níu sem lifðu af. 
Einar sagðist hafa lýst eftir afkomendum skipbrotsmannanna í Þýskalandi og fengið umfjöllun í fjölmiðlum þar. Í framhaldinu komst hann í samband við afkomanda bróður skpstjórans. Í kjölfarið kemst hann svo yfir minningar sem skipstjórinn skráði þremur árum eftir atburðinn, sem skráð var til heiðurs þeim sem létust. Þar kom margt fróðlegt fram, þar á meðal mynd af skektu sem þeir smíðuðu til að komast yfir vötnin á sandinum. Það var greinilegt að Einar Magnús hefur mikinn áhuga á efninu sem hann er að vinna með og mun það örugglega skila sér í áhugaverðri útkoma á því myndefni sem verður til. Hér er hægt að fyljast með Einari Magnúsi í verkefninu  www.svartursandur.is  

 

Í lokin minnti Þyri okkur á að fyrsti fundur á nýju árii verður 10. janúar og auðvitað minnti hún okkur líka á jólafundinn sem verður fimmtudaginn 13. desember kl. 19 í GKG.