Heimsókn á Hótel Reykjavík Edition

fimmtudagur, 4. maí 2023

Þorkell Lillie

Það var virkilega skemmtileg heimsókn síðasta fimmtudag þegar Rótarýklúbbur Hof í Garðabæ fór að skoða Hótel Reykjavík Edtition.  

Edition er 5 stjörnu hótel og mikið lagt upp úr þjónustu og þjóðlegu útliti.  Verðlag á herbergjum er vel í látið og miklar kröfur gerðar að hótelið standi við allar stjörnurnar.

Hópnum var fylgt í gegnum hótelið þar sem hann fékk að skoða veitingastaðinn, sali og herbergi.

Eftir heimsóknina var sest niður í Mathöllina á Hafnartorgi þar sem matur og með því var haft um hönd.