Fundur 13. apríl - Giggarar í verkefnadrifnu vinnuumhverfi

fimmtudagur, 13. apríl 2023

Þorkell Lillie

Það var haldinn góður fundur þann 13. apríl.  Fundur var í boði Ungmennaþjónustunefndar.   Mæting var góð og aðal erindið mjög áhugavert.

Fundurinn byrjaði á sögupunktum frá Ellu þar sem fangelsisvist, skilnaður og afmæli komu við sögu.

Þriggja mínútna erindið var í höndum ritara.  Hann tók fyrir heimsókn sína til Lettlands rétt fyrir páska og sagði frá taugatitring sem þar er vegna árásar Pútins og fylgisveina hans á Úkraínu.  

Aðalerindið bar nafnið “Giggarar í verkefnadrifnu vinnuumhverfi”.  Harpa Magnúsdóttir sagði frá fyrirtækinu sínu Hoobla, hvernig henni datt í hug að stofna það og hvert hlutverk þess væri.

Hoopla sér um að útvega starfsfólk, sérfræðinga, í verkefni þar sem ekla er á starfskrafti.  

Mikil gróska er á svona fyrirkomulagi.  

Hoopla sem miðlari fyrir starfskraft gerir fólki kleift að selja þekkingu sína og vinnu og spara þannig fyrirhöfn í yfirbyggingu og utanumhald.  Hin hliðin á peningnum er að Hoobla hjálpar fyrirtækjum að finna rétta vinnuaflið fyrir þau verkefni sem þarf að leysa.

Fólk sem vinnur í gegnum svona miðlara eru oft kallaðir Giggarar.  Þetta er enn ein birtingarmynd breyttra tíma þar sem heimurinn verður minni og minni séð frá samskiptum, tækni og kunnáttu.

Næsti fundur verður 27. apríl og er hann í boði Viðskiptaþjónustunefndar.  Ritari hefur upplýsingar undir höndum sem bendir til mjög spennandi fundar og ljóst að ekkert er Rótarýklúbbi Hof-Garðabæ óviðkomandi.  Meira um það seinna.