Fundargerð 29. nóvember 2018

fimmtudagur, 29. nóvember 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Í dag fengum við að heyra áhugaverða sögu Miquel sem er 24 ára gamall  frá Portúgal.Hann sagði okkur frá reynslu sinni af því að setjast að á Íslandi

Þyri forseti setti þennan 14. fund starfsársins en fundurinn var í umsjón Samfélagsþjónustunefndar. Þyri las úr bréfi frá Rótarýsjóðum þar sem fjallað er um greiðslur klúbbsins okkar í sjóðinn, hún sagði að stjórnin hefði ákveðið að greiða 50 dollara á hvern félagsmann í sjóðinn fyrir þetta starfsár. Hún sagði okkur frá öðru bréfi sem borist hefði frá valnefnd Rótarý umdæmisins þar sem fram kom að klúbbar tilnefna umdæmisstjóra. Hún skoðaði með okkur skemmtilega tölfræði sem sýndi hversu oft hver klúbbur hefði átt umdæmisstjóra. Þyri ræddi einnig lítillega um verkefnin tvo sem klúbburinn ætlar að styðja, Pieta og verkefnið Börn í sorg. Afmælisbörn nóvembermánaðar voru þrjú, Tinna Rán, Hildur og Helga. Húrra fyrir þeim.

 

Gestur okkar var hinn 24 ára gamli Miquel frá Portúgal sem heillaði okkur með frásögn sinni.

Hann vildi ekki kalla erindi sitt fyrirlestur heldur tók hann fram í byrjun að hann væri að deila frásögn sinni sem væri í raun  byggð á þremur punktum:

 

The growing importance of language proficiency vs tecnical skills The surprise of being unemployed Should I stay or should I go?

Miquel ákvað að flytja eftir að hafa lokið námi í London. Hann átti smá sjóð sem hann gat notað til að gera þetta.  Hann stundar núna MBA nám við Háskóla Íslands, hann sagðist ekki vera í náminu  því hann vantaði fleiri háskólagráður.

Miquel sagði tungumálið alltaf vera hindrun til að fá vinnu. Það sé ekki nóg að kunna tungumálið þokkalega heldur verði það að vera 100%. Hann sagði að t.d. væri boðið uppá öflugt íslenskunám í HÍ en það væri mjög stíft og ekki hægt að  gera mikið annað meðfram, ekki væri í boði að læra þetta til hliðar við annað. Ef þú ætlaðir t.d. að stoppa  í tvö ár á landinu væri  ekki hægt að eyða öllum tímanum bara í íslenskunám. Hér töluðu allir ensku og boðið væri uppá nám sem fram færi á ensku í háskólunum hér á landi. Það vantaði fleiri leiðir til að læra íslenskuna.

Hann sagði að atvinnleysi hefði verið erfitt, eina atvinnutilboðið sem hann fékk í takt við menntun sína var hjá fyrirtæki sem vildi senda hann úr landi. Hann vinnur í móttöku á hóteli. Miquel sagði að allir útlendingar sem hann þekkti hér  og væru í vinnu  hefðu komið hingað áður en þeir fengu vinnuna, öfugt við hann. Hann sagðist hafa verið „extrovert“ persóna þegar hann kom til landsins en dvöl hans hefði breytt honum í hið gagnstæða en ekki endilega í neikvæðri merkingu.

Hann vitnaði í lagstúfinn „Should I stay or should I go.

Hann skildi okkur eftir með þrjár spurningar sem við höfum hér orðrétt á ensku

Should qualified Millennials and generation  accecpt any job offer to cover up their debd or should they reallocate? How can qualified foreigners reinven thenselves to be more suitable for the Icelandic market? Is there anything we can do?

Talsverðar umræður voru í lokin og Miquel var meðal annars spurður að því hvernig  hann teldi að þetta væri ef íslendingur í  Portúgal væri í sömu stöðu, hann sagðist einfaldlega ekki vita það.

Hér var á ferðinni ákaflega flottur ungur maður sem fékk góða áheyrn.

Í lokin sagði Jóna félagi okkar úr skemmtinefndinni frá því að jólufundurinn yrði haldinn í GKG þann 13. desember kl. 18:30. Fundurinn yrði að sjálfsögðu á léttum nótum, einnig hvað varðaði mat , makar eru velkomnir. Bjarki sagði okkur að Pieta gangan yrði þann 21. nóvember og hvatti okkur til að mæta, taka með okkur félaga og vekja athygli á atburðinum. Hann sagði að mæting væri kl. 19:00 fyrir sjálfboðaliðana en gangan myndi hefjast kl. 19:30. Bjarki sagði okkur einnig hann hefði rætt við Jónu Hrönn vegna verkefnisins Börn í sorg.