Fundargerð 1. nóvember 2018

fimmtudagur, 1. nóvember 2018

Sigurjóna Jónsdóttir

Í dag var klúbbþing á léttum nótum og sérstaklega staðgóður morgunverður.


Guðmundur viðtakandi forseti sett fundinn en hann er nýlentur eftir langa ferð til Nepal.

Knútur byrjaði á því að gera grein fyrir bókhaldinu. Hann sagði að 33 hefðu greitt félagsgjöld á síðastliðnu starfsári. Þriðjungur félagsgjaldanna fer í matinn og salinn, þriðjungur í að greiða til Rótarýumdæmisins og Rótarýsjóðinn. Síðasta þriðjunginn hefðum við þá til umráða svosem eins og fyrir samfélagsverkefni og fleira. Fjárhagsstaða klúbbsins er góð.

Í framhaldinu rædd Bjarki um samfélagsverkefni klúbbsins og að haldið yrði áfram með Pieta verkefnið. Því til viðbótar væri spurning um annan atburð þar sem hægt væri að láta gott af sér leiða. Skoðað hefði verið hjá Garðabæ hvort trjáplöntun kæmi til greina en þar á bæ vildu menn beina klúbbnum frekar að plokkun. Bjarki lagði til að stutt yrði við verkefnið Börn í sorg sem séra Jóna Hrönn heldur utan um. Verkefnið væri þá styrkt um einhverja ákveðna upphæð. Hugsanlega gæti klúbburinn farið í fyrirtæki í Garðabæ til að fá fjármagn til viðbótar við framlag klúbbssins og tekið var vel í hugmynd Bjarka. Einnig rædd sú hugmynd hvort hægt væri að fá fyrirtæki til að stykja þetta með því að kaupa tré sem yrði plantað í tengslum við verkefnið og þannig væri e.t.v. frekari gulrót fyrir fyrirtækin að taka þátt.
Varðandi öflun klúbbfélaga var aðallega rætt um samfélagsmiðla og notkun þeirra. Hugmyndir ræddar hvort klúbburinn ætti að nota Snapchat eða Instagram til að vekja á sér athygli og hvort ekki væri óþarfi að vera með tvær FB síður. Einnig var talsvert rætt um hvað ætti heima á lokuðu FB síðunni og hvað ekki. Að lokum var rætt um fundartímann, þ.e. hvort hann ætti að vera frá 7:45 til 8:45 og menn sammála um að halda því en nýta mætti akademískt korter fram til níu ef á þarf að halda. 
Eftir gott spjall hafa vonandi allir haldið saddir og sælir út í daginn.